Netflix vídeóleigan bandaríska, sem hefur með góðum árangri framleitt sjónvarpsþætti síðustu misseri, eins og House of Cards, Daredevil og Orange is the New Black, ætlar að vinna með framleiðslufyrirtæki Brad Pitt, Plan B, að nýrri bíómynd.
Netflix mun dreifa myndinni War Machine, sem er kaldhæðin gamanmynd, eins og henni er lýst í frétt The Independent, til áskrifenda sinna árið 2016.
Myndin er byggð á skáldsögunni The Operators: The Wild and Terrifying Inside Story of America’s War in Afghanistan eftir Michael Hastings, og segir frá stjörnuherforingja sem fenginn er til að stýra stríði Bandaríkjamanna í Afghanistan.
Það er að sjálfsgöðu Pitt sem leikur hershöfðingjann, en persóna hans er byggð á Stanley McChrystal, yfirmanni alþjóðlega og bandaríska herliðsins í Afghanistan.
Samkvæmt Deadline vefnum þá hljóðar kostnaðaráætlun myndarinnar upp á 30 milljónir Bandaríkjadala, sem er stærsta fjárfesting sem Netflix hefur farið út í til þessa á sviði kvikmyndanna.