Ein af kvenkyns stjörnunum í Game of Thrones neitaði að koma fram í fleiri nektarsenum í sjónvarpsþáttunum.
Með því að blanda saman miðaldarfantasíu og nektarsenum hafa þættirnir öðlast miklar vinsældir úti um heim allan. Ein leikkonan úr þáttunum segir að ein af aðalleikkonunum hafi neitað að koma oftar fram á brjóstunum.
Oona Chaplin, sem leikur Talisa Maegyr í þáttunum sagði í viðtali við Mandrake: „Ein af stelpunum sem fór oftast úr fötunum í fyrstu tveimur þáttaröðunum gerir það ekki lengur vegna þess að hún sagði: „Ég vil vera þekkt fyrir leiklistarhæfileika mína, ekki fyrir brjóstin mín“,“ sagði Chaplin, en til gamans má geta þess að Chaplin er barnabarn sjálfs Charlie Chaplin.
Hún vildi ekki nefna leikkonuna en margir telja að hún sé að meina hina ljóshærðu Emilia Clarke, sem leikur konungsdótturina Daenerys Targaryen.
Sjálf segist hin 26 ára Chaplin ekki hafa mikið á móti nektarsenum. „Ég er frekar umdeild hvað þetta varðar vegna þess að mér þykir mikið til kvenmannslíkamans koma. Ef þetta er gert á fallegan hátt, þannig að líkami konunnar fái að njóta sín í allri sinni fegurð, er ég alltaf tilbúin til að horfa á slík atriði.“