Natalie Portman og Reykurinn

Ungstirnið Natalie Portman er önnum kafin við að kvikmynda síðustu Star Wars myndina, en er þó þegar farin að huga að verkefnum eftir að henni lýkur. Hún mun að öllum líkindum fara með aðalhlutverk kvikmyndarinnar The Smoker, sem fjallar um unga stúlku sem er í heimavistarskóla fyrir stúlkur. Hún býður miðaldra kennara sínum í mat, og tjáir honum það að hún telji hann vera fullkomið mannsefni til giftingar. Ekki nóg með það heldur styðja foreldrar hennar þetta dularfulla ráðabrugg með ráðum og dáð. Betty Thomas mun leikstýra myndinni, meðan Peter Tolan ( Analyze This ) skrifar handritið eftir smásögu David Schickler.