Náðu í appið

Max Ophüls

Fæðingadagur: 6. maí 1902
Fæðingastaður: Saarbrücken, Saarland, Germany
Æfiágrip: Ophüls var þýskur gyðingur og hóf feril sinn þar. Hann flúði til Frakklands 1933 og fór síðan til Bandaríkjanna 1940. Þar var hann í áratug áður en hann sneri aftur til Frakklands og gerði flestar sínar helstu myndir á síðustu sjö árum ævinnar. Flestar mynda hans birta svipaðar áherslur; leikhús og sjónarspil, tónlist, fortíð, minningar og togstreituna milli félagslegrar stöðu og innri langana. Myndir hans hafa sterkan og afgerandi stíl, fágað yfirbragð og gleðja augað hvert sem litið er, auk þess sem myndavélin er á stöðugri hreyfingu, hreinlega dansar með viðfangsefnum sínum.