Næsta mynd gerist í Sonora-eyðimörkinni

61st San Sebastian Film Festival: 'Gravity' PhotocallFeðgarnir Alfonso og Jónas Cuarón eru mættir ásamt fylgdarliði á kvikmyndahátíðina í Cannes til þess að kynna og selja nýjustu mynd þeirra, Desierto.

Desierto er þannig séð forhald myndarinnar Gravity.“ sagði Stuart Ford, sem sér um að selja myndina. „Handritið er byggt á sömu hugmynd og Gravity, þ.e.a.s einhver er fastur á stað og reynir að komast heim.“

Myndinni er leikstýrt af Jónas og með aðalhlutverk fer Gael García Bernal. Alfonso framleiðir myndina sem segir frá manni sem reynir að komast yfir óvöktuð landamæri frá Mexíkó til Bandaríkjanna, nánartiltekið í gegnum Sonora-eyðimörkina. Á vegi hans verður maður sem tekur lögin í sínar eigin hendur og leyfir honum ekki að komast leiða sinna.

Kvikmyndin Gravity hefur öðlast heimsfrægð og verið verðlaunuð í bak og fyrir. Þau Sandra Bullock og George Clooney fóru með aðalhlutverkin í þessari mögnuðu spennumynd sem gerist í geimnum. Gravity var leikstýrð af Alfonso, en þeir feðgar skrifuðu handritið.