Næst hjá Sonnenfeld

Leikstjórinn Barry Sonnenfeld, sem er nú önnum kafinn við að klára framhaldið að Men in Black, er kominn með aðra mynd í farveginn eftir að MIB2 er búin. Ætlar hann að gera mynd fyrir Dreamworks kvikmyndaverið, sem heitir Moist og er eftir skáldsögu eftir Mark Haskell Smith. Fjallar hún um mann sem vinnur í líkhúsi og er að flytja afskorin útlim þvert yfir landið, á meðan eigandi útlimsins er að elta hann.