Fyrrum fjölbragðaglímukappi sem lék aðalhlutverk í kvikmynd með Jack Black, lést á glímusýningu í Lundúnum.
Silver King, sem lék aðal óþokkann í myndinni Nacho Libre, var að sýna glímu í Roundhouse í Camden hverfinu í London, þegar atvikið átti sér stað á laugardaginn síðasta.
Leikarinn, sem hét Cesar Barron og var 51 árs gamall, var að glíma við Juventud Guerrera í sýningunni Greatest Show of Lucha Libre, þegar hann féll örendur á gólfið.
Samkvæmt fregnum í The Evening Standard, sem vitnar í mexíkóska fjölmiðla, þá er talið að hann hafi fengið hjartaáfall.
Breska lögreglan Scotland Yard segist rannsaka málið sem eðlilegan dauðdaga.
Bresk sjúkraflutningayfirvöld segja að bráðaliðar hafi komið á staðinn fimm mínútum eftir að kallað var á hjálp, en þá var sjúklingurinn úrskurðaður látinn.
Einn gesta á viðburðinum, Roberto Carrera Maldonado, sagði að í fyrstu hafi litið út fyrir að fall hans á gólfið hafi verið hluti af sýningunni, þangað til byrjað var að reyna að blása í hann lífi.
„Við vorum öll slegin – það var ekki ljóst hvað var að gerast,“ sagði Carrera við BBC. „Ég hafði á tilfinningunni að þeir væru ráðalausir.“
Myndefni sem Footage birti á samfélagsmiðlum, sýnir Juventud Guerrera myndast við að sparka í síðu Silver King, áður en hann sneri honum við, til að lýsa yfir sigri á andstæðingnum.
Eftir þessi fagnaðarlæti, þá komu aðrir glímukappar félaga sínum til hjálpar.
Faðir og bróðir glímdu einnig
Barron var sonur annars Lucha glímumanns, Dr Wagner.
Bróðir hans, Dr Wagner Junior, sem einnig keppti í glímu, heiðraði bróður sinn með því að birta mynd af svörtum borða á samfélagsmiðlum.
Í Lucha Libre fjölbragðaglímu eru kapparnir með litríkar andlitsgrímur og klæðast skrautlegum búningum.
Barron keppti sem Silver King í heimsmeistarakeppninni í fjölbragðaglímu á árunum 1997 – 2000, og glímdi m.a. við Juventud Guerrera um titilinn í léttþungavigt árið 1998.