Myndir úr nýju Rambó myndinni

Meðfylgjandi myndir koma úr John Rambo, sem er fjórða Rambó myndin. Búast má við henni í kvikmyndahús næsta sumar. Hún fjallar kristna hjálparliða í Tælandi sem ráða Rambo til að vera leiðsögumaður þeirra. Hjálparliðunum tekst svo að týnast á hættulegu hernaðarsvæði þannig að Rambo fer með hóp af málaliðum til að leita þeirra.

Það er enginn annar en Sylvester Stallone sjálfur sem leikstýrir myndinni, auk þess að leika Rambó að sjálfsögðu, og er þetta í fyrsta sinn sem hann fær að leikstýra Rambó mynd.