Myndband af Two-Face!

Viral marketing herferð aðstandenda The Dark Knight heldur áfram, en nú síðast kom uppá yfirborðið atriði sem sýnir two-face alls ekki sáttan ! Hjartað slær ansi hratt þegar þið horfið á þessa klippu, hún er rétt um 30 sek. löng og hægt að nálgast hana m.a. á forsíðunni hjá okkur (fyrst um sinn) og á undirsíðu myndarinnar hér á kvikmyndir.is

Hvernig fannst þessi klippa annars ? Viral marketing herferðin keyrði af stað heimasíðu pizzafyrirtækis í Gotham borg, en heimasíðan ber nafnið GothamCityPizzeria.com. Ef þið farið með músina yfir stafina HA þar sem stendur stórum stöfum „GOTHAM“ þá titra þeir. Spes ? Nei, prufið að klikka á þá og þá birtist klippan. Þar er hægt að sjá hana í betri gæðum (þessi gæði eru á leiðinni inná kvikmyndir.is von bráðar)

Menn hafa verið pirraðir yfir þessari klippu því sá orðrómur er í gangi að þessi klippa sýni okkur eitt af endaatriðum myndarinnar, en ég hef þó tæpast trú á því að meistari Christopher Nolan myndi gera okkur það. Einnig er „lag“ númer 3 á geisladisk með tónlist myndarinnar nefnt „Harvey Two Face“ sem þýðir að þessi innkoma hans í myndinni mun eiga sér stað mjög snemma („lögin“ eru víst í tímaröð). Þegar rýnt er á sjónvarpsskjáinn í klippunni má sjá að það er verið að rýma Gotham borg þannig að ljóst er að klippan á sér stað töluvert á undan endinum – þetta eru því mjög líklega fyrstu kynni Two Face í myndinni.