Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Skytturnar 1987

(White Whales)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. febrúar 1987

73 MÍNÍslenska
Brussel, 1988 - Verðlaun: Selected for 1st International Film Prize Locarno, 1987 - Verðlaun: Special Mention Lubeck, 1987 - Verðlaun: 1st prize DV Cultural Award, 1987 The Icelandic entry for the Oscar, 1987

Sagan segir frá tveimur sjómönnum sem koma í land eftir að hafa verið á hvalveiðum. Búbbi er góðhjartaður einfeldningur og Grímur telur sig meiri töffara en hann er í raun og veru. Þeir ferðast á puttanum til Reykjavíkur og þvælast þar um á börum, nektarsýningum og í spilasölum. Þegar nóttin skellur á og þeim stendur ekki einu sinni fangelsisklefar... Lesa meira

Sagan segir frá tveimur sjómönnum sem koma í land eftir að hafa verið á hvalveiðum. Búbbi er góðhjartaður einfeldningur og Grímur telur sig meiri töffara en hann er í raun og veru. Þeir ferðast á puttanum til Reykjavíkur og þvælast þar um á börum, nektarsýningum og í spilasölum. Þegar nóttin skellur á og þeim stendur ekki einu sinni fangelsisklefar til boða grípa þeir til örþrifaráða.... minna

Aðalleikarar

Vissir þú


Sunnudagsmynd RÚV er fín hefð, oft góðar myndir sem dúkka upp. Þessi var blast from the past, bókstaflega. Ég man ekki eftir að hafa séð þessa áður en hún kom skemmtilega á óvart. Hún fjallar s.s. um tvo hvalveiðimenn sem eru frekar miklir lúserar. Eftir að hvalveiðar eru bannaðar detta þeir í það með látum. Þeir væflast stefnulaust um Reykjavík og koma sér í vandaræði og það er eiginlega allt plottið. Myndin er mjög fyndin og jólasveinarnir tveir í aðhlutverkum er mjög góðir, þ.e. Þórarinn Óskar Þórarinsson og Eggert Guðmundsson. Þetta er ein af fyrstu myndum Friðriks Þórs..sem hefur ekki gert góða mynd í 8 ár!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Enn og aftur verður maður að verja gæðamyndir og í þetta skipti er það hin frábæra mynd Skytturnar. Þetta er dramatísk mynd um örlög tveggja sjóara sem koma í land og við tekur atburðarrás sem heillar alla...hér er um að ræða ádeilu á samfélagið í sinni hörðustu mynd. Hún fær reyndar ekki nema 3 stjörnur vegna þess hve hún eldist illa, samfélagið hefur stórbreyst frá því hún var búin til, en jafnframt er hún góður spegill í samfélagið á níunda áratugnum. Mæli hiklaust með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er algjör snilld .. það sem gerir þessa mynd svo góða er amatör lúkkið. karekterar eftirminnilegir og skemmtileg atriði..frábær nútíma vestri.. sem flestir ættu að sjá .. videokvöld litunardeildar gefur henni 3 stjörnur... og mæla eindregið með henni. .. klassísk mynd..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er hrútleiðinleg mynd. Átti að vera eitthvað fyndin en er það alls ekki. Þeir sem leika aðalhlutverkin eru amatörar sem sést greinilega og valda þeir ekki hlutverkunum. Mynd sem mun falla í gleymskunar dá...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn