Step Up: All In
2014
Frumsýnd: 15. ágúst 2014
ALLT LAGT UNDIR
112 MÍNEnska
42% Critics
57% Audience
45
/100 Í Step Up: All In endurnýjum við kynnin af mörgum þeim persónum
sem komið hafa fram í fyrri myndunum og sýna nú listir sínar á ný.Dansarinn Sean Asa er kominn til Hollywood þar sem
hann vonast til að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Hann á hins vegar fljótlega eftir að komast að því að
það er enginn leikur að fá vinnu í Hollywood sem
dansari... Lesa meira
Í Step Up: All In endurnýjum við kynnin af mörgum þeim persónum
sem komið hafa fram í fyrri myndunum og sýna nú listir sínar á ný.Dansarinn Sean Asa er kominn til Hollywood þar sem
hann vonast til að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Hann á hins vegar fljótlega eftir að komast að því að
það er enginn leikur að fá vinnu í Hollywood sem
dansari enda er samkeppnin gríðarleg og mörg þúsund
umsækjendur um hvert það starf sem í boði er.
En Sean er ekki mættur á svæðið til að gefast upp og ákveður að stofna
danshóp ásamt hinni hæfileikaríku Andie West (úr Step Up 2) og fleiri
dönsurum sem áhorfendur muna eftir úr fyrri myndunum. Svo fer að
þau ákveða að skrá sig og sitt fólk í danskeppni í Las Vegas þar sem
vinningurinn er eigin dansýning í Vegas fyrir hópinn sem vinnur. En
samkeppnin er hörð auk þess sem bæði Sean, Andie og allir hinir í
hópnum þurfa að glíma við ýmis mál þar sem við sögu koma ástarglæður
úr fortíðinni og gamlir keppinautar sem gefast aldrei upp ...
... minna