Náðu í appið
Öllum leyfð

Dalalíf 1984

(Pastoral Life)

Frumsýnd: 30. september 1984

83 MÍNÍslenska

Þór og Danni eru komnir aftur frá Vestmannaeyjum slyppir og snauðir. Kaupmaðurinn á horninu er hættur að skrifa hjá þeim og hungurvofan á næsta leiti. Af óbilandi bjartsýni taka þeir að sér að reka stórbú í Kjósinni meðan bóndinn bregður sér í bændaför til Noregs. Þeir félagar þreytast fljótt á venjulegum bústörfum og auglýsa þess í stað "Dalalífsvikur"... Lesa meira

Þór og Danni eru komnir aftur frá Vestmannaeyjum slyppir og snauðir. Kaupmaðurinn á horninu er hættur að skrifa hjá þeim og hungurvofan á næsta leiti. Af óbilandi bjartsýni taka þeir að sér að reka stórbú í Kjósinni meðan bóndinn bregður sér í bændaför til Noregs. Þeir félagar þreytast fljótt á venjulegum bústörfum og auglýsa þess í stað "Dalalífsvikur" fyrir borgarbúa - og þar fer af stað einhver sú alfyndnasta atburðarrás sem sést hefur í íslenskri kvikmynd. Endalaus röð af skemmtilegum persónum kemur við sögu.... minna

Aðalleikarar


Þetta er mynd í líf seríunni þarf að segja meira. Ekkert nema tær snilld. Íslenskur húmor eins og hann gerist bestur. Og gerist ég meira að segja svo djarfur að segja að líf mybdirnar séu nokkurs konar Monty Pythin myndir okkar Íslendinga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er einn sú besta af íslenskum gamanmyndum. Þessi mynd er vel leikin og eru Karl Ágúst og Eggert alveg frábærir. Mynd sem enginn ætti að missa af.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einhver besta grínmynd sem íslendingar hafa alið af sér eða besta gamanmyndasería fjallar um fylleri og rugl og ekta íslenskur húmor, Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson fara kostum í þessai ræmu og FJÓRAR STJÖRNUR á hún fullkomlega skilið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alger della sem bregst ekki. Klassi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn