Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hard Eight er ein af skemmtilegri myndum sem ég hef séð og ekki er það oft sem maður fær að sjá John C. Reilly í aðalhlutverki en hann deilir því hér með Paltrow og P.Baker Hall.Þetta er ein af þeim myndum sem ég heyri sjaldan talað um þegar talað er um snillinginn P.T.Andersson.Myndin byrjar á því að Baker Hall labbar að einhv. diner og situr C.Reilly í grúfu,nýbúinn að tapa þeim pening sem hann átti fyrir jarðarför móður sinnar og Baker Hall býðst til að hjálpa honum að fjármagna jarðarförina með því að kenna honum hvernig hægt er að svindla á spilavítunum í Las Vegas.Inn í þetta fléttist svo veitinga/vændiskonan sem Palthrow leikur og Jimmy sem Samuel L.Jackson leikur.Phillip Seymour Hoffman kemur örstutt fyrir en það atriði fær mann til að brosa út í annað og er mjög svalt líka.Endirinn á myndinni kom mér skemmtilega á óvart og er þetta ein skemmtilegasta afþreying sem ég hef fengið útúr jafn óþekktri mynd.Pottþétt ræma.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MGM
Aldur USA:
R
VHS:
27. ágúst 1998