The Man with Two Brains
1983
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Steve Martin Is A World Famous Surgeon. He Invented Screw Top, Zip Lock Brain Surgery. Trust Him.
93 MÍNEnska
78% Critics
64% Audience
61
/100 Heilaskurðlæknirinn Dr. Michael Hfuhruhurr fann upp hina byltingarkenndu höfuðkúpu-skrúfutækni, en syrgir núna fráfall elskulegrar eiginkonu sinnar Rebecca. Á meðan hann hugsar um hana á leiðinni heim í bílnum, þá gleymir hann sér eitt augnablik og ekur á hina fallegu en stórhættulegu Dolores Benedict.
Hfuhruhurr gerir á henni skurðaðgerð sem bjargar lífi... Lesa meira
Heilaskurðlæknirinn Dr. Michael Hfuhruhurr fann upp hina byltingarkenndu höfuðkúpu-skrúfutækni, en syrgir núna fráfall elskulegrar eiginkonu sinnar Rebecca. Á meðan hann hugsar um hana á leiðinni heim í bílnum, þá gleymir hann sér eitt augnablik og ekur á hina fallegu en stórhættulegu Dolores Benedict.
Hfuhruhurr gerir á henni skurðaðgerð sem bjargar lífi hennar, en þegar hún nær sér eftir aðgerðina þá áttar Hfuhruhurr sig ekki á því að Dolores er gullgrafarekvendi, er einungis á eftir peningum eiginamanna sinna, en hún kom fyrri eiginmanni í gröfina, en hann lést af völdum heilablóðfalls. Nú leitar hún að nýju fórnarlambi og Hfuhruhurr er tilvalinn kandidat. Þau gifta sig en Dolores neitar lækninum um að þýðast hann í bólinu, sem pirrar Hfuhruhurr mikið. Hann fer með Dolores í brúðkaupsferð til Austurríkis, þar sem hann hittir kollega sinn, heilaskurðlækninn Dr. Necessiter sem á mikið safn af heilum í rannsóknarstofu sinni. Dolores notar tæknifærið og heldur framhjá eiginmanni sínum, og þegar Hfuhruhurr kemst að því þá losar hann sig við hana. En í rannsóknarstofu Necessiter, þá heillast Hfuhruhurr að heila Nr. 21, Ann Uumellmahaye, sem hann á samskipti við með hugsanaflutningi. Hér er nokkuð ljóst að um samband er að ræða þar sem maður heillast af konu eingöngu vegna persónuleika hennar, en ekki líkama, en heilinn hrörnar hratt; Hfuhruhurr verður að vera fljótur að finna líkama og flytja heilann í hann sem allra fyrst til að bjarga Ann.
... minna