Aðalleikarar
Leikstjórn
Í Dead Men Don't Wear Plaid leikur Steve Martin einkaspæjarann Rigby Reardon sem rannsakar flókið morðmál sem reynist síðan tengjast nasistum. Þetta er skopstæling á spæjaramyndum og notast við þá hugmynd að klippa sketch úr eldri myndum og sýna það hér og þar af leiðandi er eins og Rigby Reardon sé að tala við fólkið. Því miður er þessari hugmynd klúðrað því þegar maður hlær ekki að þessu veit maður að eitthvað er að. Möguleikarnir fá að blómstra mjög lítið í þessari mynd. Fær þó eina og hálfa stjörnu í einkunn fyrir það að vera hæfileg til áhorfs og Steve Martin er oftast skemmtilegur.
Frábær gamanmynd en sérstaklega áhugaverð fyrir þá sem hafa horft á gamlar spennumyndir. Steve Martin leikur einkaspæjara sem rannsakar dularfullt morð og er í leiðinni klipptur inn í fjölmargar gamlar myndir, það er þvílík snilld hvernig þetta passar saman og hvernig söguþráður meikar ennþá einhvern sens eftir að hafa blandast fjölmörgum öðrum myndum. CLEANING WOMAN!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
George Gipe, Steve Martin, Carl Reiner
Kostaði
$9.000.000
Tekjur
$18.196.170
Aldur USA:
PG