Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Jerk 1979

Fannst ekki á veitum á Íslandi

He was a poor black sharecropper's son who never dreamed he was adopted.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Navin R. Johnson fær hræðilegar fréttir þegar hann er að stappa niður fótum í takt við vinsælt dægurlag í útvarpinu, þegar hann hefði átt að vera að fíla blús. Móðir hans segir honum að hann sé í raun hvítur, en ekki svartur eins og hann hefur ávallt haldið, og hann ákveður því að fara að heiman íklæddur herhjálmi úr seinni heimsstyrjöldinni... Lesa meira

Navin R. Johnson fær hræðilegar fréttir þegar hann er að stappa niður fótum í takt við vinsælt dægurlag í útvarpinu, þegar hann hefði átt að vera að fíla blús. Móðir hans segir honum að hann sé í raun hvítur, en ekki svartur eins og hann hefur ávallt haldið, og hann ákveður því að fara að heiman íklæddur herhjálmi úr seinni heimsstyrjöldinni og gleraugum, til að hefja nýtt líf í St. Louis. Bensínstöðvareigandi, Harry hartounian, ræður Navin í vinnu sem bensíntitt. Einn daginn á stöðinni, þá fær Navin hugljómun, þegar hann fær hugmynd að nýrri samsuðu, gleraugnahaldara. Navin lendir síðan í vandræðum þegar klikkaður morðingi finnur nafnið hans af tilviljun í símaskrá og reynir að drepa hann. Navin flýr í ferðasirkus þar sem hann fær vinnu sem "giskaðu á þyngdina" maður. Í sirkusnum þá áttar hann sig á kynhneigð sinni í gegnum áhættuleikarann og Sado-maso áhugamanninn Patty Bernstein. En Navin hittir síðan hina fallegu Marie og verður ástfanginn. Á meðan á öllu þessu stendur hefur uppfinningin hans slegið í gegn og Navin verður milljónamæringur. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er uppáhalds gamanmyndin mín:-) Hún er bara eitthvað svo æðisleg,Steve Martin leikur mjög fávísinn gaur sem er alinn upp af fátækri svertingjafjölskyldu og lítur á sjálfan sig sem slíkan.Nema þá að einn daginn heyrir hann geggjað blúslag í útvarpinu og áttar sig á því að hann þurfi að fara út í heiminn að skoða sig um...og lendir náttúrulega í yndislegum ævintýrum;-) þessi mynd er alveg must-see,sérstaklega ef maður er Steve Martin aðdáandi;-) 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Steven Martin í toppformi. Snilldar mynd fráyrjun til enda. Ekkert óskarsverðalauna mynd en engu að síður snilldar mynd er gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Jerk svipar svolítið til Billy Madison að því leyti að hún er um fávita sem langar til að verða eitthvað meira í lífinu heldur en bara fáviti. Einnig tengjast þær að því leyti að aðalleikararnir þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu í þeim eftir að hafa verið meðlimir í Saturday Night Live genginu til nokkurra ára. Steve Martin er grátbroslegur í hlutverki fávitans og hefur vart náð að toppa þessa frammistöðu á ferlinum. Takið eftir atriðinu með Thermos hitabrúsanum, algjör klassík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrsta aðalhlutverk Steve Martin er mikið til byggt standupefni hans, persónan er frekar ýkt en snilld Steve er óumdeilanleg. Þetta er sagan af Navin R. Johnson sem fer út í lífið til verða eitthvað, eina vandamálið er að hann er fáviti. Þetta er bara heimskuleg gamanmynd sem virkar vegna þess að Steve Martin er frábær. Myndin er sú fyrsta af nokkrum myndum sem Martin gerði með leikstjóranum Carl Reiner.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn