Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er uppáhalds gamanmyndin mín:-) Hún er bara eitthvað svo æðisleg,Steve Martin leikur mjög fávísinn gaur sem er alinn upp af fátækri svertingjafjölskyldu og lítur á sjálfan sig sem slíkan.Nema þá að einn daginn heyrir hann geggjað blúslag í útvarpinu og áttar sig á því að hann þurfi að fara út í heiminn að skoða sig um...og lendir náttúrulega í yndislegum ævintýrum;-) þessi mynd er alveg must-see,sérstaklega ef maður er Steve Martin aðdáandi;-) 9/10
Steven Martin í toppformi. Snilldar mynd fráyrjun til enda. Ekkert óskarsverðalauna mynd en engu að síður snilldar mynd er gaman af.
The Jerk svipar svolítið til Billy Madison að því leyti að hún er um fávita sem langar til að verða eitthvað meira í lífinu heldur en bara fáviti. Einnig tengjast þær að því leyti að aðalleikararnir þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu í þeim eftir að hafa verið meðlimir í Saturday Night Live genginu til nokkurra ára. Steve Martin er grátbroslegur í hlutverki fávitans og hefur vart náð að toppa þessa frammistöðu á ferlinum. Takið eftir atriðinu með Thermos hitabrúsanum, algjör klassík.
Fyrsta aðalhlutverk Steve Martin er mikið til byggt standupefni hans, persónan er frekar ýkt en snilld Steve er óumdeilanleg. Þetta er sagan af Navin R. Johnson sem fer út í lífið til verða eitthvað, eina vandamálið er að hann er fáviti. Þetta er bara heimskuleg gamanmynd sem virkar vegna þess að Steve Martin er frábær. Myndin er sú fyrsta af nokkrum myndum sem Martin gerði með leikstjóranum Carl Reiner.