Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mjög miðlungsræma, og ekkert meir. Arnold Schwarzenegger og Danny Devito leika tvíbura(eins fáránlegt og það hljómar) sem leita að þeirra raunverulegu móður, en lenda í alls konar vitleysum á leiðinni. Samleikur Schwarzeneggers og Devitos er fínn en hefði getað orðið betri. Hún fær engin sterk meðmæli hér, en samt ágætis ræma.
Þetta er örugglega besta mynd sem Danny Devito hefur leikið í (fyrir utan Screwed). Arnold leikur þetta ágætlega og myndin er mjög fyndin o.s.frv. Hún er mjög vel skrifuð og leikstýrð. Bara mjög góð mynd!!
Þetta er skemmtileg mynd. Arnold Schwarzeneggewr og Danny Devito leika tvíburabræður sem voru skildir af í æsku. Allt hið vonda er í öðrum þeirra en hið góða í hinum. Þið skiljuð sennilega ekki hvað ég meina, en þá skuluð þið sjá þessa mynd. Hún er fyndin. ég lofa...
Þokkaleg gamanmynd en ekkert meira. Arnoldinn sýnir hér og sannar að hann er slakur leikari. Hann er langbestur í harðhausamyndum þar sem hann hefur túllann lokaðann. Það er þreytandi í heilli mynd að þurfa að hlusta á hann. Devító klikkar aldrei, þessi litli skratti er risaleikari....
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$15.000.000
Tekjur
$216.614.388
Aldur USA:
PG