Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

The Remains of the Day 1993

134 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 86
/100
Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna og 6 BAFTA verðlauna. Anthony Hopkins m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna og Emma Thomson. Einnig leikstjórinn og myndin.

Það reynir á reglufestu, kurteisi og háttvísi yfirþjóns, sem lifað hefur í 30 ár í fullkominni reglu í fullkomnum heimi, þegar ný ráðskona kemur á svæðið og verður ástfangin af honum, í Bretlandi á árunum eftir Seinni heimsstyrjöldina. Möguleikinn á ástarævintýri og tengsl húsbónda hans við Nasista, valda röskun á yfirvegaðum störfum hans.

Aðalleikarar


Breska úrvalskvikmyndin "The Remains of the Day" eða Dreggjar dagsins er án nokkurs vafa ein af bestu kvikmyndum ársins 1993 og var hún tilnefnd til alls átta óskarsverðlauna það ár; sem besta kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn James Ivory, leikara í aðalhlutverki (Sir Anthony Hopkins), leikkonu í aðalhlutverki (Emma Thompson), besta handritið byggt á útgefnu efni, listræna leikstjórn, kvikmyndatónlist og búningahönnun. Myndin er byggð á samnefndri bók Ruth Prawer Jhabvala sem einnig skrifaði handritið en um framleiðslu og leikstjórn sá tvíeykið Merchant og Ivory, mennirnir sem stóðu að meistaraverkunum "Howards End" og "A Room with a View" en Ruth Prawer Jhabvala skrifaði ennfremur handritið að þeim myndum, hlaut óskarinn fyrir "A Room with a View". Hér segir frá hinum trúfasta og húsbóndaholla bryta, James Stevens (Hopkins) sem þjónar í sögubyrjun Bandaríkjamanninum Lewis á breska hefðarsetrinu Darlington Hall. Stevens varði mestum hluta ævi sinnar í þjónustu Darlington lávarðar, en hann hélt á heimili sínu marga alþjóðlega fundi árin 1936-1939 þar sem hann reyndi að hafa milligöngu um sættir þeirra þjóða sem deildu að lokum hart í seinni heimstyrjöldinni á árunum 1939-1945. Í byrjun myndarinnar er Darlington fallinn frá og Stevens eins og fyrr segir kominn undir stjórn nýs húsbónda. Honum er jafnframt orðið ljóst að trúmennska hans og hollusta ásamt blindri skyldurækni sinni, hefur kostað hann lífshamingjuna og hrakið á brott einu konuna sem vildi eiga hann. Hann tekur sér ferð á hendur norður í land, þar sem hann hefur í hyggju að hitta þessa konu, en á meðan er rifjuð upp saga hans og starfsfólksins á Darlington Hall, en konan sem hann hyggst hitta er fröken Sally Kenton (Thompson) en hún starfaði sem ráðskona á hefðarsetrinu undir stjórn hans á þeim tíma sem áður er lýst, þ.e.a.s. árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Stevens varð þá ástfanginn af henni, en þorði ekki að segja henni hug sinn, en hún giftist öðrum manni. Hún hefur nú skilið við eiginmann sinn og hyggst Stevens reyna í seinasta sinn að vinna hug hennar. Hann vill ekki að það verði um seinan. En tekst honum að vinna ástir hennar... Þessi saga er meistaralega skrifuð og sviðsett og það ætti að geta fengið hvern þann sem ann undurvel gerðum myndum að falla í stafi. Hún er í raun einstök á allan hátt. Handrit, tónlist, sviðsetningin og leikstjórnin er frábær, en aðall hennar er leikur aðalleikaranna. Óskarsverðlaunaleikarinn Sir Anthony Hopkins (The Silence of the Lambs) er frábær í hlutverki hins skyldurækna yfirþjóns á hefðarsetrinu og hefur hann sjaldan leikið betur og hlaut hann afar verðskuldaða óskarsverðlaunatilnefningu fyrir stórleik sinn. Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Thompson (Howards End) er einnig stórkostleg í hlutverki ráðskonunnar fröken Kenton og hlaut hún einnig verðskuldaða óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn. Þau eru bæði stórkostleg. Meðal annarra leikara má minnast á James Fox, Hugh Grant, Peter Vaughan, Ben Chaplin og Christopher Reeve sem þekktastur er fyrir túlkun sína á Superman. Semsagt; einstök kvikmynd sem ég mæli eindregið með að þeir kynni sér sem ekki hafa séð hana. Hún er meistaravel gerð og stórfenglega leikin af tveimur einstökum leiksnillingum. Ég gef henni hiklaust fjórar stjörnur og mæli með henni. Hún er óviðjafnanleg á allan hátt!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.09.2013

Þrír komu til greina sem Hannibal Lecter

Breski leikarinn Derek Jacobi hefur upplýst að bæði hann og Daniel Day-Lewis hafi komið til greina í hlutverk mannætunnar Hannibal Lecter í myndinni The Silence of the Lambs, sem Anthony Hopkins lék svo eftirminnilega. Hopkins fé...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn