Le divorce
2003
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Everything sounds sexier in French.
117 MÍNEnska
36% Critics 51
/100 Mismunur á lagaumhverfi og menningarlegum gildum Frakka og Bandaríkjamanna hvað varðar kynlíf, ást, hjónaband, trúmál og fjölskyldu, er sýndur hér í gegnum samskipti tveggja fjölskyldna sem tengjast í gegnum hjónaband. Hin bandaríska Isabel Walker fer til Parísar tli að heimsækja hálf-systur sína, ljóðskáldið Roxeanne de Persand, sem er ófrísk af öðru... Lesa meira
Mismunur á lagaumhverfi og menningarlegum gildum Frakka og Bandaríkjamanna hvað varðar kynlíf, ást, hjónaband, trúmál og fjölskyldu, er sýndur hér í gegnum samskipti tveggja fjölskyldna sem tengjast í gegnum hjónaband. Hin bandaríska Isabel Walker fer til Parísar tli að heimsækja hálf-systur sína, ljóðskáldið Roxeanne de Persand, sem er ófrísk af öðru barni sínu. Þegar Isabel kemur þá er hinn franski eiginmaður Roxy, Charles-Henri de Persand, farinn frá henni fyrir aðra konu, sem er sjálf gift. Hluti af því sem þarf að gera upp vegna skilnaðarins er verðmætt franskt málverk sem hefur verið í Walker fjölskyldunni árum saman, en Roxy hefur haft hjá sér síðan hún giftist. Isabel nýtur lífsins í Frakklandi og á í kynferðislegu sambandi við tvo menn, þar á meðal eldri frænda Charles-Henri, hinn auðuga Edgar Cosset, sem er sjálfur kvæntur og notar sömu töfrana á Isabel og hann hefur notað á fjölda annarra kvenna. ... minna