Náðu í appið
Öllum leyfð

Rain Man 1988

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A journey through understanding and fellowship.

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 65
/100
Vann fjögur Óskarsverðlaun. Hoffamann fyrir besta leik, Levinson fyrir leikstjórn, besta handrit og besta mynd ársins. Ýmis önnur verðlaun og tilnefningar.

Charles Sanford "Charlie" Babbit er sjálfumglaður bílasali, kvennamaður og veðmangari, sem á í innri baráttu með sjálfan sig. Sem unglingur notaði Charlie bíl föður síns, Buick blæjubíl árgerð 1948 án leyfis og fór í fangelsi fyrir það í tvo daga eftir að faðir hans tilkynnti að bílnum hefði verið stolið. Eftir dauða föðurins, þá erfir hann... Lesa meira

Charles Sanford "Charlie" Babbit er sjálfumglaður bílasali, kvennamaður og veðmangari, sem á í innri baráttu með sjálfan sig. Sem unglingur notaði Charlie bíl föður síns, Buick blæjubíl árgerð 1948 án leyfis og fór í fangelsi fyrir það í tvo daga eftir að faðir hans tilkynnti að bílnum hefði verið stolið. Eftir dauða föðurins, þá erfir hann Charlie að rósum og bílnum, en allt annað, eða þrjár milljónir dala, fara í styrktarsjóð sem er ætlaður öðrum. Charlie reiðist þessu og ákveður að kanna málið. Það lítur út fyrir að þessi sem á að fá peningana sé Raymond, bróðir Charlie, sem hann hefur aldrei þekkt. Raymond er einhverfur vitringur sem lifir í eigin heimi og býr á Walbrook stofnuninni. Charlie rænir Raymond og ákveður að taka hann með í ferðalag yfir á vesturströnd Bandaríkjanna í þeirri von að komast yfir arfinn sem ætlaður er Raymond. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er góð mynd og raun bæið fyndinn og skemmtileg. Fjallar um bróðir sem hirðir pening frá foreldrum vegna þau dóu(orðaði þetta mjög illa sorry) og kemst hann að því að hann á bróður sem er í raun bara þroskaheftur. Ég segi ekki meira nema það þetta er virkilega skemmtileg mynd ég mæli með að þú horfir á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bara ágætis skemmtun. Hún fjallar um Charlie Babbit sem er missheppnaður, sjálfselskur bílasali sem fréttir að faðir hans erfði honum engan af milljónunum sínum heldur þroskaheftum bróðir sínum, Raymond Babbit. Við þetta verður Charlie alveg brjálaður og rænir Raymond og dregur hann þvert yfir Bandaríkin en það leiðir til skilnings þeirra tveggja. Alveg ágæt afreying og meinfyndin á tíma. Cruise leikur þetta með afþrifum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um Vincent sem að kemst að því einn daginn að hann á bróður sem hann hefur ekki hitt í langan tíma og ferðalag þeirra bræðra. Þetta er ótrúlega vel gerð og góð mynd með topp frammistöðu hjá Dustin Hoffman(enda fékk hann Óskarinn). Tom Cruise er líka ágætur í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein frægasta - og allra besta - mynd sem komið hefur frá Hollywood undanfarinn áratug. Í henni er hægur, sterkur stígandi mannlegra tilfinninga sem seint mun gleymast, en ólýsanleikur leikur Dustin Hoffman í hlutverki einhverfs, miðaldra manns yfirgnæfir þó allt annað. Margföld óskarsverðlaun um ólíka bræður, þá Raymond og Vincent sem er algjör andstæða hans glaumgosi sem vissi ekki um tilveru hins andlega vanheila bróður fyrr en við jarðarför föður þeirra. Hyggst ná einhverju af arfinum sem allur féll í hendur Raymonds, en hlutirnir breytast er bræðurnir kynnast á ferðalagi þeirra um gjörvöll Bandaríkin og með þeim tekst einstök vinátta. Þessi óskarsverðlaunamynd ársins 1988 er að mínu mati fjögurra stjarna virði og ég mæli eindregið með henni. Hún hefur sterkan og heilbrigðan boðskap sem kemur okkum öllum eindregið við. Ég mæli með henni við þá sem ekki hafa séð hana
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd. Dustinn Hoffmann vinnur hér stóran leiksigur, túlkar einhverfann mann af stakri snilld. Cruise er mjög góður hér líka. Frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.03.2018

Óskarsverðlaunin: Hverjir hafa unnið oftast?

Í nótt að íslenskum tíma verða Óskarsverðlaunin afhent í nítugasta skipti. Í tilefni af því er gaman að rifja upp hvaða leikarar hafa oftast hlotið þessi virtu verðlaun. 1. Walt Disney: 59 tilnefningar (Vann 26 ) Fjögur af verðlaunum D...

28.09.2015

Nýtt í bíó - Black Mass!

Sambíóin frumsýna kvikmyndina Black Mass föstudaginn 2.október nk. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að myndin hafi fengið mikið lof gagnrýnenda enda sýni Johnny Depp hvers hann er megnugur í hlutverki sínu sem einn a...

21.09.2015

Segir frammistöðu Depp hlægilega

Lögfræðingur glæpamannsins Whitey Bulger, sem Johnny Depp túlkar í Black Mass, segir að frammistaða leikarans í myndinni sé „hlægileg“.  Eina hrósið sem lögfræðingurinn Hank Brennan getur gefið myndinni ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn