Náðu í appið
Rain Man

Rain Man (1988)

"A journey through understanding and fellowship."

2 klst 13 mín1988

Charles Sanford "Charlie" Babbit er sjálfumglaður bílasali, kvennamaður og veðmangari, sem á í innri baráttu með sjálfan sig.

Rotten Tomatoes88%
Metacritic65
Deila:
Rain Man - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Charles Sanford "Charlie" Babbit er sjálfumglaður bílasali, kvennamaður og veðmangari, sem á í innri baráttu með sjálfan sig. Sem unglingur notaði Charlie bíl föður síns, Buick blæjubíl árgerð 1948 án leyfis og fór í fangelsi fyrir það í tvo daga eftir að faðir hans tilkynnti að bílnum hefði verið stolið. Eftir dauða föðurins, þá erfir hann Charlie að rósum og bílnum, en allt annað, eða þrjár milljónir dala, fara í styrktarsjóð sem er ætlaður öðrum. Charlie reiðist þessu og ákveður að kanna málið. Það lítur út fyrir að þessi sem á að fá peningana sé Raymond, bróðir Charlie, sem hann hefur aldrei þekkt. Raymond er einhverfur vitringur sem lifir í eigin heimi og býr á Walbrook stofnuninni. Charlie rænir Raymond og ákveður að taka hann með í ferðalag yfir á vesturströnd Bandaríkjanna í þeirri von að komast yfir arfinn sem ætlaður er Raymond.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (6)

Þetta er góð mynd og raun bæið fyndinn og skemmtileg. Fjallar um bróðir sem hirðir pening frá foreldrum vegna þau dóu(orðaði þetta mjög illa sorry) og kemst hann að því að hann á b...

Bara ágætis skemmtun. Hún fjallar um Charlie Babbit sem er missheppnaður, sjálfselskur bílasali sem fréttir að faðir hans erfði honum engan af milljónunum sínum heldur þroskaheftum bróð...

Þessi mynd fjallar um Vincent sem að kemst að því einn daginn að hann á bróður sem hann hefur ekki hitt í langan tíma og ferðalag þeirra bræðra. Þetta er ótrúlega vel gerð og góð ...

Ein frægasta - og allra besta - mynd sem komið hefur frá Hollywood undanfarinn áratug. Í henni er hægur, sterkur stígandi mannlegra tilfinninga sem seint mun gleymast, en ólýsanleikur leikur ...

Frábær mynd. Dustinn Hoffmann vinnur hér stóran leiksigur, túlkar einhverfann mann af stakri snilld. Cruise er mjög góður hér líka. Frábær mynd.

★★★★☆

Góð mynd um mann (sem Tom Cruise leikur) sem kemst að því að hann hefur átt bróður í mörg ár þegar hann les erfðaskrá föður síns. Bróðir hans er einhverfur og þeir lenda saman í ...

Framleiðendur

United ArtistsUS
Star Partners IIUS
The Guber-Peters CompanyUS

Verðlaun

🏆

Vann fjögur Óskarsverðlaun. Hoffamann fyrir besta leik, Levinson fyrir leikstjórn, besta handrit og besta mynd ársins. Ýmis önnur verðlaun og tilnefningar.