Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Due Date 2010

Frumsýnd: 5. nóvember 2010

"If there's a hell, I'm already in it."

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 39% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Myndin segir frá Peter Highman, afar stressuðum og fúllyndum manni sem er við það að verða faðir í fyrsta sinn. Konan hans er að fara að fæða eftir aðeins fimm daga og þarf Peter að komast sem fyrst heim frá Atlanta til að vera viðstaddur fæðinguna. Hann missir af flugvélinni og hittir fyrir slysni Ethan Tremblay, leikara sem er enn að reyna að vekja athygli... Lesa meira

Myndin segir frá Peter Highman, afar stressuðum og fúllyndum manni sem er við það að verða faðir í fyrsta sinn. Konan hans er að fara að fæða eftir aðeins fimm daga og þarf Peter að komast sem fyrst heim frá Atlanta til að vera viðstaddur fæðinguna. Hann missir af flugvélinni og hittir fyrir slysni Ethan Tremblay, leikara sem er enn að reyna að vekja athygli á sér. Ethan þessi er ekki eins og fólk er flest, heldur fljótfær, hvatvís og kjánalegur í meira lagi en góðu hófi gegnir. Peter neyðist til að ferðast með Ethan þvert yfir Bandaríkin til að komast heim í tíma, en þessi ferð vindur fljótt utan á sig, þar sem meðal þess sem eyðileggst eru fjöldi bíla, nokkur vinasambönd og síðustu leifarnar af taugum Peters.... minna

Aðalleikarar


Alveg smellin gamanmynd með Robert Downey Jr og Zach Galifianakis sem tveir ólíkir menn sem ferðast saman þvert yfir Bandaríkin. Þó að Due Date sé ekkert mjög frumleg á neinn hátt(og alveg hrikalega fyrirsjáanleg) þá helst hún þó nokkuð fyndin með mörgum smellnum og steiktum augnablikum og það er aðallega það sem heldur henni á floti. Samleikur Robert og Zach er líka ánægjulegur, þeir ná vel saman og eru alveg frábært grínpar. En í heildina er þetta frekar hefðbundin saga og endirinn alltof augljós frá byrjun. Þetta hefði kannski getað orðið mun betri mynd ef að ýmsu í handritinu hefði verið breytt, ég er þó ekki alveg viss hverju.......) Due Date er sæmilega fyndin skemmtun og rennur ágætlega í gegn en lengra nær hún ekki. Ég gef henni tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rétt yfir meðallagi
Due Date er mynd eftir Todd Philipps, leisktjóra Hangover. Myndin fjallar um tvo menn sem þurfa að ferðast saman yfir landið. Robert Downey og Zach Galifianakis standa sig mjög vel sem ólíklega dúóið en Zach fær langbestu línurnar en Robert kannski besta atriðið (sem hann eignar sér).

Myndin er mjög fín skemmtun en það var stundum frekar langt á milli brandara. Svo voru brandarnir stundum frekar mistækir og Danny McBride var hræðilega illa notaður og atriðið hans ekki fyndið at all. Myndin er útlitslega vel gerð, flott og skemmtileg tónlist sem heldur myndinni rúllandi og myndin er þannig séð ekki með veikan blett nema bara aðeins í miðju myndarinnar þegar eitthvað tilganglaust og fyrirsjáanlegt Jamie Foxx-plott vefst fyrir sögunni.

Það er best að horfa á myndina í sal með fólki sem finnst hún fyndin (sem er það sem ég lenti í) og bara vera með þótt að húmorinn virki ekki alltaf. En þótt að Zach Galifianakis sé ekki leikari, bara persóna, þá er ekki annað hægt en að hafa gaman af honum og hlægja og langfyndnustu senurnar með honum voru þegar hann var alvarlegur.
Zach Galifianakis alvarlegur=Comedy gold 6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stöðluð vegamynd, lítið meir
Stærsti gallinn við Due Date er sá að hún er alveg sláandi lík John Hughes myndinni Planes, Trains and Automobiles. Þetta er eins og að horfa á endurgerð nema nýja myndin neitar að viðurkenna að hún sé afrit. Auðvitað eru raðir atburða allt öðruvísi hér (og talsvert grófari) en stefnan er sú sama og alveg frá fyrstu mínútu sér maður hvert myndin er að fara, bæði með persónusköpunina og atburðarásina í heild sinni. Ég hefði samt getað hrist betur af mér þessa déjà vu tilfinningu hefði myndin haldið mér hlæjandi frá upphafi til enda. Hún gerði það ekki.

Við fyrstu sýn hljómar það eins og uppskrift að endalausum skemmtilegheitum þegar maður hugsar til þess að Robert Downey Jr. og Zach Galifinakis séu sameinaðir í mynd eftir sama mann og leikstýrði The Hangover (sem mörgum fannst vera snilld, af einhverjum ástæðum) og Road Trip. Gleymum því samt ekki að þó svo að Downey sé aldrei slæmur, þá eru handritin sem hann velur ekki alltaf gullmoli. Zach Galifinakis getur einnig verið hlægilegur þegar hann fær gott efni í hendurnar, en maður er hægt og rólega að sjá það að Hangover-ímynd hans er að verða blóðmjólkuð og þegar maðurinn er pirrandi, þá er hann ruddalega pirrandi (!). Todd Phillips hefur auðvitað átt sína góðu daga, en það virðist alveg hafa farið framhjá fólki að hann gerir ekki alltaf fyndna hluti. Man einhver eftir hinni afspyrnuslöppu School for Scoundrels? Old School og Starsky and Hutch voru nú ekkert frábærar heldur.

Phillips getur tekið gott handrit og gert það fyndnara. Hann getur hins vegar ekki látið handrit virka sem er þegar ekkert spes, alveg sama hversu góða leikara hann hefur. Í Due Date má finna ýmsa fína brandara en mér fannst vera mjög langt á milli þeirra, og jafnvel þeir sem voru eitthvað góðir fengu mig meira til að brosa stíft heldur en hlæja. Ekki nema kannski svona tvö atriði í mesta lagi sem fengu mig til að hlæja upphátt. Myndin verður samt aldrei eitthvað óbærileg, langt í frá. Hún heldur sínum hraða prýðilega og lætur manni aldrei leiðast af sökum þess að aðalleikararnir halda uppi öllu lífi. En jafnvel þó svo að mér hafi fundist gaman að horfa á þá tvo þá þótti mér mjög erfitt að þykja vænt um þá. Blindur leikskólakrakki gæti séð það strax frá fyrstu mínútu hvert myndin stefnir með persónurnar þeirra. Við vitum ÖLL að fýlupokinn og sérvitringurinn eiga eftir að vingast á endanum, alveg eins og við sáum gert með Steve Martin og John Candy í '87-myndinni. Munurinn á Due Date og henni er samt aðallega sá að hún hafði hjartað á réttum stað og náði að umturna okkar áliti á mönnunum býsna vel þegar henni lauk. Downey og Zach (nenni ekki að skrifa eftirnafnið hans) spila vel á móti hvor öðrum en handritið feilar á því að leyfa okkur að vera annt um þá. Ég sá voða litla breytingu á þeim þegar myndin kláraðist og mér líkaði í rauninni ekkert betur við hvorugan þeirra þegar ég gekk út úr bíóinu.

Það er ekki þess virði að sitja yfir gamanmynd sem fer 100% eftir formúlu og 95% eftir reglubók vegamynda. Due Date hefur þó sína spretti og þar ber að nefna einhverja fyndnustu tripp-senu sem ég hef séð á öllu árinu (kannski er bara extra fyndið að sjá Downey - af öllum mönnum - skakkan). En á meðan mynd eins og The Hangover hélt manni í góðu skapi allan tímann þá er þessi talsvert langt frá því að gefa manni sama fíling. Ekki mjög gaman.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn