Náðu í appið
Öllum leyfð

The Great Mouse Detective 1986

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Can he bring the dirty rat to justice?

74 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Aðalleikarar

Hvað væri þessi mynd án Ratigan?
The Great Mouse Detective er mjög sérstök blanda af Sherlock Holmes og buddy-cop þáttum/myndum en heldur samt oft í myrkt andrúmsloft. Myndin hefur svipað myrkt útlit og The Black Cauldron en það sem lætur þessa mynd vera betri er að hún hefur betri karaktera (og þá sérstaklega illmenið), slepper ástarsögu, kemur með fyrsta illmenalag Disney síðan Pinocchio (lagið hjá Honest John) og hefur betri spennu. Þrátt fyrir að mér fannst hún ekki eins góð og The Fox and the Hound þá kom hún með von fyrir framtíð fyrirtækisins eins og sýndist nokkrum áður síðar með endurkomutímabilið.

Fyrir utan Basil gerðu karakterarnir eitthvað til að vera fínir en mér fannst alltaf Basil vera pirrandi og gat verið frekar dónalegur við smástelpu (eða í þessu samhengi mús). Karakterinn var reyndar byggður á Holmes en það segir nær ekkert til mín þar sem ég hef aldrei verið mikill aðdáðandi Holmes. En ég held að enginn sé að vera ósammála mér þegar ég segi að Professor Ratigan er senuþjófur myndarinnar. Það er svo skemmtilegt að sjá hversu rosalega fljótt og mikið skapið hans getur breyst og hvernig hann skemmtir sér yfir öllu því sem hann gerir (sérstaklega rétt áður en hann fer til Buckingham Palace). Gildran sem hann kemur með fyrir Basil er svo út í hött en svo fyndið á sama tíma að það var ekki nálægt að fór að halda með honum í staðinn fyrir Basil og hina (og eina ástæðan er út af hinum karakterunum). Hann fer meira að segja að vera skemmtilegur áður en maður sér hann í fyrsta sinn (þegar myndin af honum heima hjá Basil brosir þegar hann minnist á hann). Og þar að auki er það bara ómotstæðlegt að heyra röddina hans Christopher Plummer.

Eitt af því sem pirraði mig við myndina var að sumir hlutir sem Basil uppgötvar í gegnum myndina og hvernig hann kemur í veg fyrir að gildran hans Ratigan gangi upp er aðeins of (afsakið pönnið) cheesy.

Útlitið og lögin hafa bætingu frá síðustu myndum. Ef maður veit að þessi mynd kom fyrir 24 árum þá sér maður hversu vel gert klæmaxið af myndinni (sem er gott en of stutt) er gert, og þetta var gert þegar það var nýbyrjað að nota tölvur í teiknimyndum (og ég er að tala um inn í klukkuni). Þetta er fyrsta myndin í langan tíma að koma með illmennalag sem er þar að auki gott og það er fínt að það eru fá lög í myndinni svo það yfirskyggir ekki söguna sjálfa (enda eru lögin ekki alveg nógu góð og inn í söguþráðnum nógu mikið til að ég hefði getað fyrirgefið það, Beauty and the Beast er gott dæmi um það).

Gott illmenni, pirrandi aðalhetja. Lítur og hljómar vel út, hefur cheesy atriði. Hefur fáar Disney-klisjur en hefur tilgangslaust atriði þar sem músafurry fer að strippa.

6/10, há sexa

Btw, það var soldið fyndið að sjá Sherlock Homles í cameo-i í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn