The Damned United (2009)
""They love me for what I'm not... ...they hate me for what I am.""
Árið 1974 var Brian Clough ráðinn knattspyrnustjóri Leeds United, sem á þeim tíma var eitt besta liðið á Englandi.
Bönnuð innan 6 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Árið 1974 var Brian Clough ráðinn knattspyrnustjóri Leeds United, sem á þeim tíma var eitt besta liðið á Englandi. Hann var rekinn 44 dögum síðar eftir verstu byrjun Leeds í deildinni í 20 ár. Hann hafi komið í stað hins goðsagnakennda Don Revie sem yfirgaf Leeds til að stjórna landsliði Englands, en náði aldrei hylli leikmanna þess né náði hann að innleiða sínar aðferðir fyrir liðið. Í endurliti aftur í tímann er samband Clough og Revie rifjað upp, allt aftur til bikarúrslitaleiks árið 1968, þegar Clough fannst Revie hafa snuprað sig. Eins og myndin segir frá þá var Clough ákveðinn í að standa undir nafni og halda áfram góðu starfi Revie, enda hafði hann notið velgengni og stýrt Derby County til meistaratitils. Í lokin þá var það yfirdrifið sjálfsálit og lítið tillit sem hann tók til fólks í kringum sig, sem olli falli hans. Síðar átti Clough eftir að njóta mikillar velgengni, og varð topp knattspyrnustjóri og mjög sigursæll, og eins og kvikmyndagerðarmaðurinn segir, besti knattspyrnustjóri sem Engaland fékk aldrei.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur






















