Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Fighter 2010

Frumsýnd: 28. janúar 2011

Every dream deserves a fighting chance.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 79
/100
Melissa Leo og Christian Bale fengu bæði Óskarsverðlaunin og Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. 7 tilnefningar til Óskarsverðlauna.

The Fighter er sannsöguleg mynd og segir frá hinum fræga boxara Micky Ward og hálfbróður hans Dicky. Micky var alltaf kallaður "Sá írski" og stefndi lengi að því að verða heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum. Þrátt fyrir að vera gæddur miklum líkamlegum hæfileikum var leiðin hvorki bein né greið. Dicky hafði ungur náð langt á hnefaleikabrautinni,... Lesa meira

The Fighter er sannsöguleg mynd og segir frá hinum fræga boxara Micky Ward og hálfbróður hans Dicky. Micky var alltaf kallaður "Sá írski" og stefndi lengi að því að verða heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum. Þrátt fyrir að vera gæddur miklum líkamlegum hæfileikum var leiðin hvorki bein né greið. Dicky hafði ungur náð langt á hnefaleikabrautinni, og varð stjarna heimabæjarins þegar hann sló sjálfan Sugar Ray Leonard niður í bardaga, en náði þó aldrei að verða meistari. Hann lenti ungur á glæpabrautinni, sem hafði einnig dópneyslu í för með sér sem dró hann næstum til dauða. Eftir að Dicky hafði losað sig undan fíkniefnunum reyndist hann Micky mikilvægur á leið hans á toppinn. ... minna

Aðalleikarar

Frábær dramamynd
The Fighter sýnir manni hversu leikararnir Mark Wahlberg og Christian Bale eru góðir. Wahlberg hefur leikið í nokkrum góðum myndum en ég verð að segja að þessi mynd sýndi fram á að Wahlberg er stórleikari. Hann á ekki heima í B-myndaflokki, hann hefur hæfileika. The Fighter hjálpaði Mark Wahlberg að skara fram úr.
Christian Bale nær að leika karakterinn sinn Dicky Eklund alveg svakalega vel að það er með ólíkindum. Þegar að ég segi að The Fighter hafi sýnt okkur besta leik sem Christian Bale og Mark Wahlberg hafa leikið þá er ég að meina það.

Kvikmyndin The Fighte segir okkur söguna af Micky Ward (Mark Wahlberg) og hans box-ferils. Það eru miklir fjölskylduerfiðleikar til staðar og þar að auki er bróður hans Dicky Eklund (Christian Bale) á kafi í dópi. Dicky var einu sinni boxari alveg eins og yngri bróður sinn, en honum mistókst að ná heimsmeistaratittlinum svo að hann reynir að gera hvað sem er til að láta Micky ekki endurtaka sín mistök. The Fighter er sterk og áhrifamikil mynd. Eitt af því besta við The Fighter er að hún byrjar um leið að heltaka mann. Um leið og hún byrjar þá vill maður alls ekki hætta að horfa á hana. Maður verður að horfa til enda.

Bale nær að öllum líkindum að standa sig. Hann er krakkfíkill en nær að láta bróður sinn æfa nóg. Hann er nánast fullkominn bróðir. Hann gerir nákvæmelga hvað sem er til að vernda bróður sinn. Bale er grindhoraður og nánast byrjaður að rotna. Hann er að reyna að hætta á krakkinu en það gengur misvel. Samband Dicky (Bale) og Ward er mjög sterkt. Dicky lifir sig inn í lífinu hans Ward, hann ætlar sér að ná aftur á toppinn og þá ekki einn. Hann er á stanslausari hreyfingu og þrátt fyrir að hann gerir fullt af mistökum í myndinni þá eru bræðurnir einn stærsti partur af The Fighter. Án þeirra bræðralagi þá væri kvikmyndin alls ekki svona áhrifarík.

Það eru reyndar nokkrar senur sem eru fyrirsjáanlegar. Það er í rauninni eini ókosturinn við The Fighter, það eru rúmar 2-5 þannig senur. Allt hitt er eiginlega fullkomið. Tónlistin hún er mjög flott. Þessi tónlist toppar alla myndina. Þegar hún kemur upp þá eru alltaf góðar senur í gangi, en þegar hún kemur þá toppar hún senuna og gerir hana ennþa betri og flottari. Lang flestar klippurnar eru mjög góðar, það kom aðeins í einni senu þar sem klippurnar voru ekki að gera sig en það er aðeins ein af ég veit ekki hversu mörgum. Það er næstum hægt að segja að þessi mynd hefur galla sama sem ekkert en því miður þá er það ekki hægt, því að hún hefur nokkra galla.. Það besta við The Fighter er að um leið og smá gallar koma upp þá koma alltaf stórar og klikkaðar senur á móti.

The Fighter er áhrifarík mynd sem inniheldur drama og spennu. Allir leikararnir stóðu sig með prýði, og þá sérstaklega Bale og Wahlberg. Þeir eru mestu hetjurnar í The Fighter! Ef leikstjórinn David O. Russell myndi setja einhverja aðra leikara í þeirra hlutverk, þá væri myndin aldrei jafn góð, ég get lofað ykkur því. Þrátt fyrir að Bale er búinn að leika í fullt af góðum myndum og búinn að sýna okkur fullt af góðum karakterum þá stendur þessi karakter alltaf á top 5 listanum hjá Bale.

Einkunn: 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær leikur bjargar fínni mynd
The Fighter minnti mig á það hversu góður leikari Mark Wahlberg getur verið og hversu magnaður Christian Bale er á góðum degi. Þetta er einhver mikilvægasta mynd ferils þeirra beggja því núna á þessum tímapunkti var löngu kominn tími á það að þessir menn gerðu eitthvað framúrskarandi. Wahlberg er einn af þessum leikurum sem mér hefur aldrei tekist að líka illa við, en einu ómissandi myndirnar sem hann hefur leikið í eru Boogie Nights og The Departed, og í þeim báðum var hann til fyrirmyndar. Allt inn á milli hjá honum hefur verið voða upp og niður og þessi mynd trónir einhvers staðar mitt á milli. Hún er hörkugóð en gefur manni ekki höggið sem maður vildi fá.

Bale er aftur á móti aðeins betur staddur en það segir sig sjálft þar sem hann er einn hæfileikaríkasti leikarinn á markaðnum. Þegar hann sýnir umhyggju gagnvart kröfuhörðu hlutverki er ótakmarkað hvað hann leggur mikið á sig. Við elskum hann auðvitað öll sem Batman en þær myndir sýna varla brot af því sem hann getur. Mér fannst eitthvað svo pínlegt að sjá hann síðan vannýttan í Public Enemies svo ekki sé talað um Terminator Salvation. The Fighter sýndi mér þessa hlið af honum sem hefur ekki sést síðan áður en hann fór í mainstream-ið, og ásamt American Psycho og The Machinist (þar sem hann stofnaði lífi sínu í hættu með að grenna sig um rúm 20 kíló!!) er þetta aðdáunarverðasta hlutverk sem hann hefur tekið að sér hingað til.

Frammistöðurnar eru það eftirminnilegar að þær breyta myndinni úr þokkalegri yfir í eitthvað sem er vel þess virði að sjá. En þó svo að Wahlberg standi sig eins og hetja í erfiðu hlutverki þá hverfur hann svolítið í skuggann á Bale og sömuleiðis Amy Adams og Melissu Leo. Þetta gæti samt eitthvað haft með stærsta vandamál myndarinnar að gera, og það er skortur á fókus hjá Micky Ward. Af öllum karakterum myndarinnar er Wahlberg langmest persónuleikasnauður og maður finnur dálítið fyrir því hversu mikið skemmtilegra það er að fylgjast með hinum. Bale, Adams og Leo eru mun ríkari persónur heldur en sú sem titillinn vísar í en það bitnar meira á handritsvinnunni heldur en Wahlberg, sem á hiklaust heima í þessu hlutverki. Fyrir utan boxið fær hann samt minnst að gera vegna þess að hinar þrjár persónurnar valda fleiri deilum, sem oftar en ekki koma Micky við. Ég hefði samt stutt baráttu Mickys til að ná lengra hefði handritið skrifað hann betur. Þetta er heldur leiðinlegur galli því í lokin á manni að líða ótrúlega vel fyrir hans hönd, en í staðinn er maður bara sáttur.

Bale er samt svo fullkominn sem bróðir hans, Dicky, enda óhugnanlega trúverðugur sem krakkfíkill. Hann er grindhoraður, stanslaust á hreyfingu og oftar en ekki með galopin augu og heilmikið "attitude;" Bale lifir sig svo mikið þetta og ef ég vissi ekki hversu mikla heimavinnu hann vinnur áður en hann tæklar erfið hlutverk þá gæti ég svarið það að maðurinn hefði verið í neyslu í tökum. En burtséð frá kröfunum býður Dicky upp á mjög athyglisvert hlutverk, og alveg sama hversu oft maður hatar hann kemst maður ekki hjá því að dýrka hann pínu á sama tíma.

Ég bjóst nú reyndar við því fyrirfram að leikurinn yrði traustur og rúmlega það, sérstaklega eftir að myndin fór að sópa svona mörgum tilnefningum að sér. Það bíttar samt engu því þetta er frábært leikaralið og því er varla við öðru að búast þegar hráefnin ná svona vel saman. Sá sem kom mér hins vegar mest á óvart var David O‘Russell í leikstjórastólnum. Hann hefur aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá mér en kannski virðist það bara henta honum fullkomlega að gera mynd sem byggist svona mikið á átökum, reiði og metnaði. Stuttur þráður er það fyrsta sem maður hugsar í tengslum við þennan mann ef þið vitið eitthvað um hann, þótt lýsingin "kvikindi á setti" gæti þótt meira viðeigandi. Það angrar mig samt lítið hvernig aðstandendur eru í eigin persónu svo lengi sem að afraksturinn er góður, og loksins líður mér eins og Russell kunni að segja almennilega sögu, þó svo að hún sé dálítið klisjukennd.

Russell fær gott hrós fyrir að ná föstum tökum á leikurum sínum, frásögn sem rennur á ljúfum hraða og ágætan stíl sem auglýsir sig aldrei. Hins vegar er ég sannfærður um að einhver annar leikstjóri hefði alveg getað gert sömu hluti og jafnvel betur því Russell skreytir þennan pakka með sama frumleika og einkennir handritið. Tónlistarnotkunin er svolítið Scorsese-leg og heimildarmyndarbragurinn á myndatökunni minnir á það sem Darren Aronofsky (sem er einn framleiðandi þessarar myndar) gerði með The Wrestler. En það gengur svosem upp vegna þess að hver mínúta sem við sjáum á skjánum er raunsæ og trúverðug, og hristingurinn gerir það að verkum að manni líði eins og maður sé staddur þarna með öllu pakkinu. Það er nokkuð sérstakt hvernig maður sogast inn í þetta litla fjölskyldudrama, og það er áhugavert hvernig þær senur eru stundum alveg jafn ákafar og þær sem gerast í boxhringnum. Annars fáum við hérna skemmtilega meðhöndlun á þessum boxsenum og eru þær flestar teknar upp á gamlar sjónvarpsupptökuvélar. Sniðug ákvörðun.

Þegar uppi er staðið er The Fighter traust mynd sem rétt missir af því að vera frábær. Það er talsverður kraftur í henni og kryddar það mikið upp á afþreyingargildið en það eina sem er hægt að kalla einstakt eru frammistöðurnar, og sama hversu góðar þær eru þá geta þær aldrei gert staðlaða mynd að skylduáhorfi. Að minnsta kosti þarftu ekki að vera boxaðdáandi til að kunna að meta hana.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vel meðhöndlað drama
The Fighter fjallar um boxarann Mickey ,,Irish'' Ward sem er að reyna að komast langt í boxheimnum með hjálp bróðir sins Dicky (Bale). Myndin er meira fjölskyldudrama en boxmynd en ætli boxarafólk fái ekki líka sinn skerf af boxi.

Flestir í myndinni standa sig virkilega vel. Mark Wahlberg stendur sig vel í aðalhlutverkinu og er sjúklega trúverðugur sem boxarinn. Systurnar hans eru kannski ekki geðveikir leikarar en flest atriðin með þeim eru góð og einnig mjög fyndin sérstaklega þegar það kemur að ljótustu systrunum. Amy Adams er fín í myndinni en fellur aðeins í skugga meðleikara sinna og svo er það Christian Bale. Mér hefur alltaf fundist kallinn frábær leikari sem leggur oft á sig mikið líkamlegt álag fyrir hlutverkin sín (The Machinist!) hvort það sé að létta sig eða massa sig upp. Hann er virkilega frábær í þessari mynd og að mínu mati er hann Christoph Waltz-ársins sem þýðir að hann eigi að vinna Óskarinn og ekkert annað er í boði (hef reyndar ekki séð The King's Speech). Mamma er líka mjög góð en ég er ekki viss hvort Melissa Leo fari heim með Óskarinn.

Smávægis spoiler framundan.
Sagan er kannski svolítið klisja með nokkrum breytingum en með svona þéttan leikarahóp, skrautlegar persónur og frábært handrit er ekki annað hægt en að horfa framhjá klisjunum en come on... Freeze-frame skot a la Karate Kid er ekki svalt.
Spoiler endar.

Myndin er vel unnin og takan er á köflum svoldið gróf (shaky) sem passar samt frekar vel við söguna og gefur henni raunsæisblæ og svo fannst mér virkilega flott hvernig það var skipt yfir í sjónvarpsgæði í bardögunum. Það er skemmtileg tónlist í myndinni, flest rokklög sem passa vel og atriðið með laginu Back In The Saddle (RED-lagið...) var mjög flott. Mæli með þessari mynd, sé enga stóra galla við hana akkúrat núna en maður fann kannski aðeins fyrir lengdinni. 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.11.2020

Hildur landar nýrri stórmynd

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir mun semja tónlistina fyrir nýjustu kvikmynd leikstjórans David O’Russell. Ekki er enn komið heiti á myndina en áætlað er að tökur hefjist snemma árið 2021. Þau Christian Bale, Marg...

03.04.2019

Uppfært: Jóker með stiklu og plakat

Leikstjórinn Todd Phillips deildi í gær nýju plakati fyrir næstu mynd sína, Joker, með Joaquin Phoenix í titilhlutverkinu, hlutverki Jókersins, öðru nafni Arthur Fleck. Einnig tilkynnti hann um að von væri á fyrstu kitlu úr myndi...

19.01.2014

Weinstein vill minna ofbeldi

Harvey Weinstein er einn þekktasti framleiðandi veraldar og á baki kvikmyndir á borð við Pulp Fiction, Gangs of New York og The Fighter. Kvikmyndir hans hafa margar hverjar verið ofbeldisfullar í gegnum tíðina þó Weinste...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn