Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Reality Bites 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A comedy about love in the '90s.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 67
/100
Tilnefnd til MTV verðlauna fyrir besta koss á milli Ethan Hawke og Winona Ryder

Myndin fjallar um ungt fólk af hinni svokölluðu X kynslóð. Lelaina, dúxinn í hópnum, tekur upp grín heimildamynd af vinum sínum og lífi þeirra eftir útskrift. Troy er besti vinur hennar. Óforbetranlegur slugsi og atvinnulaus tónlistarmaður. Vickie er framkvæmdastjóri í Gap verslun sem hefur miklar áhyggjur af AIDS prófinu sem hún fór í, og Sammy hefur áhyggjur... Lesa meira

Myndin fjallar um ungt fólk af hinni svokölluðu X kynslóð. Lelaina, dúxinn í hópnum, tekur upp grín heimildamynd af vinum sínum og lífi þeirra eftir útskrift. Troy er besti vinur hennar. Óforbetranlegur slugsi og atvinnulaus tónlistarmaður. Vickie er framkvæmdastjóri í Gap verslun sem hefur miklar áhyggjur af AIDS prófinu sem hún fór í, og Sammy hefur áhyggjur sem snúa að kynhneigð hans. Þegar Lelaina hittir Michael, heiðarlegan yfirmann í vídeófyrirtæki, og vill sýna heimildarmyndina á lítilli tónlistarsjónvarpsstöð sem hann rekur, þarf Lelaina að ákveða hvaða gildi hún vill hafa í heiðri; efnishyggju uppans Michael eða heimspekilega lífssýn Troy.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Reality Bites er tekin að hluta í heimildar myndar stíl. Lelaina Pierce (Winona Ryder) er ný útskrifuð úr einhverskonar kvikmyndarnámi og er að gera heimildar mynd um vini sína. Ásamt því að vinna á sjónvarpstöð, sem aðstoðarmaður við morgun þátt sem aðalega gamalt fólk horfir á. Stjónandi þáttarinns er Grant Gubler (John Mahoney, þekkastur í dag fyrir að leika pabba Frasier). Hún er ekkert sérstaklega ánægð með vinnuna sína. Lelaina leigir íbúð með bestu vinkonu sinni Vickey. En Vickey heldur bók yfir nöfn á strákum sem hún hefur sofið hjá. Þessi mynd eru vina hóp Lelainu og örlög þeirr. Tónlist er stór partur af myndinni enda er ein af aðalsöguhetjum myndarinnar tónlistarmaður og Ben Stiler leikur framleiðanda á sjónvarpstöð sem sýnir eingöngu tónlsitarmyndbönd. Þessi mynd lýsir því hvernig að er að vera 22 ára og vita ekki hvað maður á að gera við líf sig.

Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds myndum. Ég fékk mér hana nýlega á DVD og er búina að horfa á hana nokkrum sinnum. Því miður er lítið sem ekkert auka efni á disknum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin Reality Bites segir frá lífi ungs fólks í Bandaríkjunum eftir háskólanám. Þetta hjóma klisjulega en myndin er sú besta sem ég hef séð til þessa. Hún skartar frábærum leikurum sem skila sínu vel, maður gleymir allveg hvar maður er staddur í veröldinni. Hún lýsir á raunsæjan hátt lífsbaráttu og ástum að námi lokunu hjá venjulegu fólki, ekki þessu dæmigerða ríka fólki í bandarískum bíómyndum. Ben Stiller á hrós skilið með frumraun sína sem leikstjóri og þau Wiona Ryder og Ethan Hawke fara á kostum. Mæli eindregið með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.02.2018

Faðir Frasier látinn

John Mahoney, leikarinn sem var best þekktur fyrir hlutverk sitt sem faðir útvarpssálfræðingsins Frasier Crane í gamanþáttaröðinni Frasier, er látinn, 77 ára að aldri. En þó að flestir þekki leikarann úr Frasier, þá var það ekki e...

03.08.2015

Er einkvæni eðlilegt? - Trainwreck frumsýnd 5. ágúst!

Gamanmyndin Trainwreck verður frumsýnd miðvikudaginn 5. ágúst. Myndin verður sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri. Myndin er einnig forsýnd í kvöld í Laugarásbíói. Amy hefur st...

25.08.2013

Fimm fréttir: 4 Avatar bækur á leiðinni

Eins og sagt hefur verið frá áður þá er von á þremur nýjum Avatar myndum. James Cameron ætlar ekki að láta þar við sitja heldur hefur ráðið rithöfundinn Steven Charles Gould til að skrifa fjórar sjálfst...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn