Mulholland Falls
Bönnuð innan 16 ára
Spennumynd

Mulholland Falls 1996

The power of love vs. the love of power

6.3 15013 atkv.Rotten tomatoes einkunn 30% Critics 6/10
107 MÍN

Myndin fjallar um ævintýri sérsveitar lögreglunnar í Los Angeles á fimmta áratug 20. aldarinnar, hinn alræmda hattahóp, eða "Hat Squad". Meðlimir hópsins eru stórir, harðir af sér, hlusta ekki á neitt kjaftæði, og hika ekki við að fara á svig við lögin ef nauðsyn krefur. Þegar kona í bænum er myrt, þá komast þeir að því að hún hafði átt í... Lesa meira

Myndin fjallar um ævintýri sérsveitar lögreglunnar í Los Angeles á fimmta áratug 20. aldarinnar, hinn alræmda hattahóp, eða "Hat Squad". Meðlimir hópsins eru stórir, harðir af sér, hlusta ekki á neitt kjaftæði, og hika ekki við að fara á svig við lögin ef nauðsyn krefur. Þegar kona í bænum er myrt, þá komast þeir að því að hún hafði átt í rómantísku sambandi við nokkra fyrirmenn í bænum, og tekið kvikmyndir á laun af ástarfundum sínum og mannanna. Þar sem einn þessara manna er valdamikill hershöfðingi í Bandaríkjaher, sem er í forsvari fyrir hina nýju kjarnorkunefnd, og annar er leiðtogi sjálfs hattahópsins, og kvæntur þar að auki, þá flækjast málin. Alríkislögreglan FBI flækist einnig í málið í tilraun til að fela upplýsingar. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn