Náðu í appið
Genova
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Genova 2008

We all need a place to start again.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 6
/10

Genova skartar Colin Firth og Catherine Keener í aðalhlutverkum og segir frá tveimur stúlkum og föður þeirra sem flytja til Ítalíu eftir að móðir þeirra deyr í sorglegu bílslysi. Faðirinn (Firth) ákveður að fara frá Boston til Ítalíu til að kenna í háskóla í Genoa og reyna þannig að komast yfir missinn. Með honum eru tvær dætur hans, 16 og 10 ára,... Lesa meira

Genova skartar Colin Firth og Catherine Keener í aðalhlutverkum og segir frá tveimur stúlkum og föður þeirra sem flytja til Ítalíu eftir að móðir þeirra deyr í sorglegu bílslysi. Faðirinn (Firth) ákveður að fara frá Boston til Ítalíu til að kenna í háskóla í Genoa og reyna þannig að komast yfir missinn. Með honum eru tvær dætur hans, 16 og 10 ára, og saman reyna þau að lifa daglegu lífi í nýju landi, en það reynist hin mesta áskorun. Á sama tíma og eldri dóttirin fer að hitta ítalskan strák í laumi er sú yngri enn að komast yfir dauða móðurinnar, enda var hún að miklu leyti ábyrg fyrir bílslysinu. Á meðan er faðirinn að berjast við að vera ábyrgt foreldri á sama tíma og hann venst lífinu á Ítalíu. Þegar hann hittir svo annan kennara við skólann (Keener) og hrífst af henni verður það enn stærri áskorun að koma henni í mjúkinn hjá dætrunum...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn