Náðu í appið

Ghosts of Girlfriends Past 2009

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 10. júní 2009

You can't always run from your past

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 34
/100

Hinn myndarlegi og sjálfumglaði Connor Mead hefur komist upp með það frá unglingsárum að vera óforbetranlegur kvennabósi og algerlega ábyrgðarlaus í samskiptum sínum við hitt kynið, allt síðan hann missti tengslin við fyrstu ástina sína, Jenny. Connor á bróður, hinn ábyrga Paul sem er að fara að gifta sig og býður hann Connor að sjálfsögðu í brúðkaupið.... Lesa meira

Hinn myndarlegi og sjálfumglaði Connor Mead hefur komist upp með það frá unglingsárum að vera óforbetranlegur kvennabósi og algerlega ábyrgðarlaus í samskiptum sínum við hitt kynið, allt síðan hann missti tengslin við fyrstu ástina sína, Jenny. Connor á bróður, hinn ábyrga Paul sem er að fara að gifta sig og býður hann Connor að sjálfsögðu í brúðkaupið. Connor er ekki það sem hægt er að kalla fyrirmyndargest á viðburðum sem þessum, því hann reynir við bókstaflega allt sem hreyfist og angrar það brúðina afskaplega mikið, en henni hefur aldrei líkað vel við Connor. Skyndilega tekur dagurinn á sig nýja mynd fyrir Connor þegar framliðinn andi frænda hans, Wayne, heilsar upp á hann og fer að hrella hann allan brúðkaupsdaginn. Brátt er Connor fastur á milli brúðkaups bróður síns, þar sem hann er að reyna að gera sitt besta til að vera til friðs, og svo furðulegra sýna sem Wayne lætur hann fá. Þar neyðist Connor til að endurupplifa margar af gömlum minningum sínum og horfast í augu við þau áhrif sem hegðun hans hefur haft á fólkið í kringum sig...... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)

Skítsæmileg mynd
Plottið á myndinni er mjög frumlegt en er það eina frumlega við myndina, leikurinn var ágætur. Matthew McConaghey gerði það sem hann gerir best að leika kvennabósa með athyglisbrest. Mér fannst Micheal Douglas passa vel sem frændi Matthew og lék hann ágætlega. Það var þægilegt að horfa á myndinni og krafðist hún ekki mikillar einbeitningar. Þetta var bara skítsæmileg mynd og mæli ég með henni fyrir fólk sem biður ekki um vandaðar heldur skemmtilegar myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dæmigerðir en asskoti saklausir draugar
Matthew McConaughey má eiga eitt: Honum tekst alltaf að leika trúverðugan skíthæl. Svona svipað og með Greg Kinnear einu sinni, þá á áhorfandanum auðvelt með að líka illa við hann, en slíkt álit er akkúrat við hæfi hérna. McConaughey leikur nokkurs konar spólgraðan "Skrögg" í vægast sagt furðulegri útgáfu af frægu Dickens-sögunni A Christmas Carol. Mér leist vel á hugmyndina, og mér finnst alltaf gaman að sjá útúrsnúninga á klassískum ævintýrum (sá einhver Scrooged?). En aftur á móti, með því að taka svona gríðarlega þekkta sögu fyrir þá glímir myndin við þau leiðindi að vera fyrirsjáanleg alveg út í gegn, þannig að það helsta sem hún þarf að notast við til að virka er sjarmi og húmor, sem hún hefur takmarkað magn af.

Það er erfitt að finna einhvern sem þekkir ekki Dickens-söguna frægu, sem þýðir að langflestir áhorfendur vita hvernig þessi mynd mun spilast út. Jú jú, rómantískar gamanmyndir verða seint þekktar fyrir að koma manni reglulega á óvart, en í þessari mynd veit maður skref fyrir skref hvað gerist næst. Við VITUM að draugarnir verða þrír að talsins, við VITUM að "Skröggur" er hataður af flestöllum og við VITUM að hann breytist skjótt og verður góður við alla í lokin. Það sem ég vildi fá útúr þessari mynd var góður húmor til að halda restinni á floti. Í heildina fannst mér myndin bara la-la fyndin. Sjarmur var heldur ekki mikill.

Af hverju vildi ég endilega fá góðan húmor? Tja, ein góð ástæða getur verið sú að þessi mynd er skrifuð af þeim sömu og pennuðu hina bráðfyndnu The Hangover. Hins vegar stóð þetta sama teymi á bakvið hina misheppnuðu Four Christmases, svo kannski var þetta óskhyggja í mér. Ghosts of Girlfriends Past er samt alls ekki slæm afþreying þrátt fyrir það. Hún er ósköp saklaus og m.a.s. ansi krúttleg. McConaughey stendur sig eins og hetja og ber myndina vel uppi. Það vantaði kannski meira upp á kemistríuna milli hans og Jennifer Garner, en það skiptir svosem ekki öllu. Þau eru bæði fín. Michael Douglas var þó langbestur og mest líflegur og myndin hefði léttilega tapað nokkrum stigum án hans.

Það hefði verið skemmtilegra að fá aðeins beittari og fjölbreyttari útgáfu af þessari sögu, kryddaðri meiri húmor og óvæntari uppákomum. En það sem eftir stendur er hin ágætasta deit-mynd sem skilur þó merkilega lítið eftir sig.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn