15 þekktar bíómyndir undir öðrum nöfnum

Kvikmyndir geta oft heitið mismunandi nöfnum í ólíkum löndum. Það er þó yfirleitt undantekning ef titillinn er ekki í nokkurri líkingu við hinn upprunalega. Sum lönd stunda það grimmt að gera kvikmyndaheitin stundum aðeins einfaldari, meira sexí eða söluvænni.

Gott dæmi er Þýskaland, þar sem umslögin eru oft merkt (til dæmis) enskum titlum, en þó titlum sem eru frá allt annarri plánetu en hinn upprunalegi, en passa engu að síður býsna vel við innihaldið. Sitt verður þó hverjum að sýnast um hvort heitið er flottara.

Hér sjáum við fimmtán dæmi um þá titla sem þekktar amerískar bíómyndir ganga undir í Þýskalandi og Austurríki.

AMERICAN MADE

Regla/kenning. Þú munt ALDREI ná að selja mynd sem heitir neitt með „American“ í aðaltitlinum (sjá betra dæmi að neðan).


CAPTAIN AMERICA: THE WINTER SOLDIER

Einmitt það.

COLD PURSUIT

Liam Neeson er kominn úr köldum eltingaleik í harða púðrið.
Úje… ?


COMMANDO

Hví ekki?


GHOSTS OF GIRLFRIENDS PAST

Kvennabósinn McConaughey. Engir draugar samt.


HORRIBLE BOSSES

Miklu betra. Mikið óskaplega hlýtur Kevin Spacey að hata þetta umslag í dag.

PATRIOT’S DAY

Reddað!

ROUGH NIGHT

Sennilega þótti „rough“ of … gróft þarna?


TAKEN

96 klukkustundir er ekki slæmur titill. Þetta varð þó aðeins vandræðalegra þegar framhaldsmyndirnar komu.

TAK3N

Einmitt.

Áður en lengra verður haldið skal vekja athygli á þessari stórmögnuðu klippu af Liam Neeson að stökkva yfir grindverk – frá öllum mögulegu sjónarhornum, í fimmtán skotum, á nokkrum sekúndum. Njótið.


THE HITMAN’S BODYGUARD

„Hitman“ þótti ekki nógu hvasst greinilega.


THE SPY WHO DUMPED ME

Vondir njósnarar. Segjum það bara.


SPIDER-MAN: INTO THE SPIDER-VERSE

Þessi er ekkert að flækja neitt, eða réttara sagt heitið á henni í Austurríki og talsvert síðar. „Hvaða orðskrípi er þetta Spider-Verse??“ hugsuðu kannski sumir. Þá var bara smellt orðið „Nýtt“ á Köngulóarheiminn og allir fatta.


WRECK-IT RALPH / RALPH BREAKS THE INTERNET

„Ralph fær nóg“ og „Kaos á internetinu“ er ekki slæmt… Eins og DVD-hylkið að ofan lofar: Tvöföld ringulreið í einum pakka.


ZOOTOPIA / ZOOTROPOLIS

Þetta er skemmtileg teiknimynd en mikið óskaplega getur verið erfitt að muna hvaða heiti tilheyrir hvaða landi. Síðan er hérna flækjan þrefölduð fyrir Þjóðverja með þriðja titlinum.
HVAÐ HEITIR ÞESSI MYND EIGINLEGA?