Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Fired Up 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

2 Guys. 300 Girls. You Do the Math.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Fired Up er bandarísk gamanmynd sem fjallar um tvo góða vini á menntaskólaaldri, þá Shawn (Nicholas D‘Agosto) og Nick (Eric Christian Olsen), sem eru meðlimir í ruðningsliði menntaskólans síns. Hugurinn hjá þeim er þó aldeilis ekki allur við íþróttina, heldur hafa þeir meiri áhuga á klappstýrum skólans. Í partýi einu eftir leik um vorið komast þeir... Lesa meira

Fired Up er bandarísk gamanmynd sem fjallar um tvo góða vini á menntaskólaaldri, þá Shawn (Nicholas D‘Agosto) og Nick (Eric Christian Olsen), sem eru meðlimir í ruðningsliði menntaskólans síns. Hugurinn hjá þeim er þó aldeilis ekki allur við íþróttina, heldur hafa þeir meiri áhuga á klappstýrum skólans. Í partýi einu eftir leik um vorið komast þeir að því að á döfinni er að halda þjálfunarbúðir fyrir klappstýrur, og munu um 300 stelpur mæta á svæðið. Þeir ákveða að hætta í ruðningsliðinu og fara þess í stað í klappstýrubúðirnar í von um að komast yfir fallegar stúlkur í leiðinni. Þeir ná að sannfæra klappstýruþjálfarann um að þeir eigi skilið að taka þátt, en þegar í búðirnar er komið breytist hugarfarið fljótlega. Þeir komast að því að þeir eru bara ágætis klappstýrur og ákveða því að gera sitt besta. Málin flækjast svo enn frekar þegar Shawn on Nick falla algerlega fyrir tveimur stúlkum í búðunum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Kom skemmtilega á óvart
Ég tel mig nánast alætu á kvikmyndir, en ekta stelpumyndir falla mér ekki að skapi, líkt og Clueless, Sweetest Thing eða dans og klappstýrumyndir amennt. Þegar betri helmingurinn vildi horfa á Fired Up, bjóst ég við einhverri sykursætri vælu, því efniviðurinn er jú tveir strákar sem vilja gerast klappstýrur. Búinn undir einn og hálfan tíma af kjánahrolli og flökurleika varð mér þó fljótt ljóst að þessi mynd var afar ólík því sem ég hafði gert mér í hugarlund. Hún reyndist vera alveg einstaklega fyndin og þrælskemmtileg, húmorinn er frábær og one-linerar fljúga í allar áttir. Aðalgaurarnir, þeir Shawn og Nick bera myndina uppi, en þeir ná einstaklega vel saman og eru leikararnir að standa sig þrusu vel. Þeir eru svo skemmtilega hnyttnir og orðheppnir að þeir brjóta á bak aftur klisjuna um heimsku íþróttakappana. Vissulega eru klisjur í söguþræðinum (hvaða mynd hefur ekki einhverjar klisjur?), en handritshöfundarnir ná að fela það vel með stórskemmtilegum samtölum og skrautlegum aukapersónum.
Ef þú vilt innihaldsríka mynd, með þrælgóðri fléttu, sem fær þig til að hugsa á heimspekilegum nótum lengi á eftir, þá skaltu horfa á eitthvað annað, en ef þú vilt bráðfyndna skemmtun þá mæli ég sterklega með þessari, bæði fyrir stráka og stelpur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn