Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Killshot 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. mars 2009

Í gær var hún vitni. Í dag er hún skotmarkið.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics

Wayne og eiginkona hans, Carmen, verða einn daginn vitni að tilraun tveggja manna (Mickey Rourke og Joseph Gordon-Levitt) til að framkvæma flókna svikamyllu. Þeim er komið í sérstaka vitnavernd af hálfu lögreglunnar, þar sem þau þurfa að flytja sig um set og skipta um nöfn, af því að það er möguleiki á að glæpamennirnir viti hver þau eru og reyni því... Lesa meira

Wayne og eiginkona hans, Carmen, verða einn daginn vitni að tilraun tveggja manna (Mickey Rourke og Joseph Gordon-Levitt) til að framkvæma flókna svikamyllu. Þeim er komið í sérstaka vitnavernd af hálfu lögreglunnar, þar sem þau þurfa að flytja sig um set og skipta um nöfn, af því að það er möguleiki á að glæpamennirnir viti hver þau eru og reyni því að hefna sín. Þau hafa þó ekki verið lengi á nýjum stað þegar þau komast að því, sér til skelfingar, að glæpamennirnir hafa haft uppi á þeim, og eru með hefnd á prjónunum. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Spennulaus, sálarlaus og DREPleiðinleg
Það er ekki gott merki þegar myndir eru geymdar á hillunni í óákveðinn tíma. Killshot hefur heldur betur upplifað sinn skammt af ónauðsynlegri bið. Tökur á henni hófust á árinu 2005 og var henni ætlað að koma út í mars 2006, sem frestaðist til október. Leið svo meira en heilt ár þar sem hún var algjörlega látin í friði þar til ákveðið var að gefa hana beint út á DVD í kringum sumarið 2008. Síðan var hætt við það og að lokum lét hún sjá sig árið 2009. Þetta er ferlega langur tími og maður veltir fyrir sér hversu mikla trú aðstandendur höfðu á myndinni.

Það er bókað mál að þessi mynd hefði ratað beint á vídeómarkaðinn hefði ekki svona hæfileikaríkt fólk verið í henni. Ég hef því miður ekki lesið bókina eftir Elmore Leonard en ég veit að sá maður er ábyrgur fyrir einhverjar skemmtilegustu glæpasögur sem hafa verið settar á blað. Hvort að handritið skili bókinni vel hef ég ekki hugmynd um, en mér fannst nákvæmlega ekkert varið í þessa sögu, og aðlögunin hefur e.t.v. klúðrast hvort eð er því það er heldur engin spenna í myndinni.

Killshot græðir á traustum leikurum, það er borðliggjandi staðreynd. Mickey Rourke er óendanlega flottur með sem leigumorðingi þrátt fyrir að persóna hans hafi ekki í eina mínútu vakið einhvern áhuga hjá mér. Reyndar voru allar persónur myndarinnar pappírsþunnar og óspennandi. Það er líka ekki skrítið. Myndin er rétt yfir 80 mínútur að lengd og er svo hrikalega straightforward að hún hefur engan tíma til að leyfa smá ljósi að skína á helstu persónur, og vissulega ekki aukapersónurnar heldur. Spenna er einnig - eins og áður sagði - gjörsamlega fjarverandi, og að segja að endirinn valdi vonbrigðum í þeirri deild væri kjánalega væg lýsing.

Diane Lane og Thomas Jane gera fína hluti með það sem þau hafa í höndunum, en manni er skítsama um þau allan tímann og mynda þau þar af leiðandi engin tengsl við áhorfandann. Joseph Gordon-Levitt (sem er venjulega mjög góður) ofleikur einnig með bestu lyst og verður pirrandi eftir 5 mínútur. Svo er varla hægt að lýsa þeirri sóun á eins hæfileikaríkri konu og Rosario Dawson. Ég gæti talið línurnar sem hún hefur með annarri hendi og fannst hún að öllu leyti vannýtt. Kannski hefur myndin verið svona harkalega klippt niður í þessa litlu lengd. Ef svo er, þá myndi það útskýra fjölmargt. Samt skil ég ekki hvernig einhver gæti haldið að það myndi gera myndina betri.

Killshot er svo fljótgleymd að því lengri tíma sem ég eyði í þessa umfjöllun, því meira hverfur hún smám saman úr minninu, sem er grútleiðinlegt því ég hefði gjarnan viljað fílað hana betur. Þegar öllu er á botninn hvolft er hér um að ræða fullleiðinlega mynd til að jafnvel verðskulda meðmæli fyrir RÚV-sjónvarpskvöldið. Það segir vonandi eitthvað, og m.a.s. á Rourke kallinn betur skilið en þetta, við vitum það öll núna.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn