Náðu í appið

The Mighty 1998

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. janúar 1999

Courage comes in all sizes.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
Tilnefnd til tveggja Golden Globe verðlauna. Sting og Trevor Jones fyrir lagið The Mighthy, og Sharon Stone fyrir leik í aukahlutverki. Kieran Culkin einnig tilnefndur fyrir leik á Young Artist Award.

Saga um vináttusamband á milli ungs drengs sem er með Morquio heilkennið, og eldri drengs sem lagður er í einelti vegna stærðar sinnar. Myndin er unnin upp ú skáldsgögunni Freak the Mighty, og fjallar um uppbyggingu trausts og vinskapar. Kevin er klókur strákur og hálpar Maxwell að læra að lesa. Í staðinn þá vill Kevin að Maxwell fari með hann á staði... Lesa meira

Saga um vináttusamband á milli ungs drengs sem er með Morquio heilkennið, og eldri drengs sem lagður er í einelti vegna stærðar sinnar. Myndin er unnin upp ú skáldsgögunni Freak the Mighty, og fjallar um uppbyggingu trausts og vinskapar. Kevin er klókur strákur og hálpar Maxwell að læra að lesa. Í staðinn þá vill Kevin að Maxwell fari með hann á staði sem hann má ekki fara á. Verandi báðir hálf utangarðs í bænum, þá átta þeir Kevin og Maxwell sig á því að þeir eru líkir um margt, þar á meðal að þeir eru "viðundur" og ekkert geti stöðvað þá í að gera það sem þeir vilja gera. ... minna

Aðalleikarar

Gagnrýni (2)


Þessi mynd er ein af bestu myndum sem ég hef séð um ævina. Hún er hreint og beint frábær út í gegn. Hún fjallar í stuttu máli um 2 stráka. Annar er líkamlega bæklaður en hins vegar ofur-gáfaður og hinn er frekar heimskur en hins vegar stór og sterkur. Saman hjálpast þeir að í lífinu og skólanum með smá hjálp frá Arthúri konungi og co. Ungu leikararnir standa sig frábærlega í sínum hlutverkum og ekki eru þeir eldri síðri. Þar sem ég fór á þessa mynd bara með það í huga að sjá uppáhaldsleikkonuna mína hana Gillian Anderson varð ég ekki fyrir vonbrigðum hvorki með hana né myndina yfirleitt. Leikstjórn og bara allt annað í myndinni er líka pottþétt dæmi. Allir ættu að sjá þessa mynd því hún er eifaldlega ein sú flottasta...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Besta kvikmynd sem ég hef séð í langan tíma. Það er erfitt að taka söguþráðinn saman í stuttu máli en í aðalatriðum fjallar myndin um vinskap tveggja skóladrengja sem sameina krafta sína gegn öllu illu í lífi þeirra. Leikararnir standa sig allir óaðfinnanlega og sagan er svo sterkt að ég trúi ekki að nokkur maður geti horft á þessa mynd án þess að hún nái að snerta hann. Sharon Stone er mjög traust sem móðir annars drengsins en það var líka æðilsegt að sjá Gillian Anderson í hlutverki sem er eins langt frá Scully úr X-Files eins og hægt er að hugsa sér. Hjá mér fær þessi fjórar stjörnur, hún á ekki skilið neitt minna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn