Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mér hefur alltaf fundist Paul Rudd og Seann William Scott mjög fyndnir. Þó að Scott sé oftast fastur í Stifler hlutverkinu þá verður það aldrei gamalt. Í þessari mynd er hann meiri Stifler en nokkru sinni fyrr, fínt mín vegna. Rudd og Scott eru ansi góðir saman. Mér fannst samt skemma pínu að persóna Rudd var hálfgerður fýlupoki. Það er fullt af kunnulegum andlitum úr myndum Judd Apatow og tengdum myndum. Það hefur myndast ákveðið gengi sem er að birtast saman í myndum aftur og aftur. Ég held að það spili inn í af því þetta fólk þekkist mjög vel og myndin verður örugglega betri fyrir vikið. Þessir leikarar eru t.d. Elizabeth Banks, Ken Jeong, Christopher Mintz-Plasse og Jane Lynch.
Plottið snýst um það að félagarnir eru dæmdir til að vera einskonar stóri bróðir fyrir krakka sem eru á einhvern hátt félagslega útundan. Vandamálið er auðvitað þeir Rudd og Scott eru hræðilegar fyrirmyndir. Myndin er ansi fyndin, ég hló allavega upphátt nokkrum sinnum. Hún fer stundum aðeins út í væmni en ekki of mikið. Fín grínmynd.
"I bet if I suggested a game of Quidditch he'd cum in his pants."
Fyndinn en ekki of
Myndin er um tvo náunga sem fá dóm sem felur í sér að vera ,,vinir'' eða ,,biggies'' annara krakka á stofnun fyrir krakka sem eru með erfiðleika heima eða vilja félagsskap. Þeir reyna sitt besta í því.
Myndin er með örþunna grunn sem handritshöfundar þykka vel með fyndnum söguþráði með sitthvora karaktera og krakkann (og unglinginn sem er McLovin úr Superbad). Seann William Scott er mjög fyndinn, og líka krakkinn sem ég veit ekki hvað heitir. McLovin er frekar standard nördi en fyndinn en mér finsnt Paul Rudd ekki sérstakur í þessari. Elizabeth Banks er svo bara peningasóun því hún kemur svo stutt í myndinni. Myndin er meira skemmtilega og fun en sprenghlægileg.
8/10
Mjög vel heppnuð mynd miðað við aðrar líkar
Myndin er um tvo náunga sem fá dóm sem felur í sér að vera ,,vinir'' eða ,,biggies'' annara krakka á stofnun fyrir krakka sem eru með erfiðleika heima eða vilja félagsskap. Þeir reyna sitt besta í því.
Myndin er með örþunna grunn sem handritshöfundar þykka vel með fyndnum söguþráði með sitthvora karaktera og krakkann (og unglinginn sem er McLovin úr Superbad). Seann William Scott er mjög fyndinn, og líka krakkinn sem ég veit ekki hvað heitir. McLovin er frekar standard nördi en fyndinn en mér finsnt Paul Rudd ekki sérstakur í þessari. Elizabeth Banks er svo bara peningasóun því hún kemur svo stutt í myndinni. Myndin er meira skemmtilega og fun en sprenghlægileg.
8/10
Mjög vel heppnuð mynd miðað við aðrar líkar
Fín fram að hléi
Félagarnir Danny og Wheeler eru dæmdir til að sinna samfélagsþjónustu í 150 klukkutíma og taka að sér að vinna með tveimur drengjum, sem eins konar fyrirmyndir þeirra, með óvæntum afleiðingum.
Paul Rudd sem er í hlutverki hins lífsleiða Danny er gríðarlega sterkur gamanleikari með mikla útgeislun. Hann hefur verið mikið í aukahlutverkum í gæðamyndum á borð við 40 Year Old Virgin, Anchorman og Knocked Up en vonandi verður hann meira áberandi í aðalhlutverkum í framtíðinni. Þá stendur Seann William Scott sig einnig vel í hlutverki Wheelers.
Myndin byrjar mjög vel, húmorinn er ferskur og skemmtilegur en þegar líða tekur á fjarar hún út, húmorinn verður flatari og sagan fyrirsjáanlegri og væmnari. Það er því vel þess virði að horfa fram að hléi.
María Margrét Jóhannsdóttir
kvikmyndir.com
Félagarnir Danny og Wheeler eru dæmdir til að sinna samfélagsþjónustu í 150 klukkutíma og taka að sér að vinna með tveimur drengjum, sem eins konar fyrirmyndir þeirra, með óvæntum afleiðingum.
Paul Rudd sem er í hlutverki hins lífsleiða Danny er gríðarlega sterkur gamanleikari með mikla útgeislun. Hann hefur verið mikið í aukahlutverkum í gæðamyndum á borð við 40 Year Old Virgin, Anchorman og Knocked Up en vonandi verður hann meira áberandi í aðalhlutverkum í framtíðinni. Þá stendur Seann William Scott sig einnig vel í hlutverki Wheelers.
Myndin byrjar mjög vel, húmorinn er ferskur og skemmtilegur en þegar líða tekur á fjarar hún út, húmorinn verður flatari og sagan fyrirsjáanlegri og væmnari. Það er því vel þess virði að horfa fram að hléi.
María Margrét Jóhannsdóttir
kvikmyndir.com
Fyndin en fljótgleymd
Role Models gerir ýmislegt fyndið með efnivið sem hefur verið notaður oft áður, sem er alltaf gott. Þó svo að myndin sé engin Zack & Miri eða Forgetting Sarah Marshall, þá kitlar hún alveg hláturtaugarnar og hefur solid afþreyingargildi með óborganlegu tvíeyki.
Seann William Scott hefur ekki verið fyndinn í áraraðir (Sorrý Seann, en Dukes of Hazzard?! Oj). Sennilega ekki síðan American Wedding kom út. Gaurinn hefur sýnt litla sem enga fjölbreytni sem grínleikari, og í augum flestra verður hann alltaf Stifler. Hann er ekki mikið breyttur í Role Models. Hann er áfram Stifler-týpan, en hann fær góða brandara í þetta sinn. Auk þess er samspil hans við Paul Rudd svo helvíti skemmtilegt, og það góða við þá sem teymi er að þeir eru ekki að fara gömlu klisjuleiðina með að leika einhverja steikta aulabárða, heldur tvo jarðbundna félaga... sem eru skíthælar!
Manni líkar illa við þessa menn, en samt ekki. Það er alltaf gaman að horfa á þá. Rudd er ljómandi kaldhæðinn og Scott er... tja... Stifler, eins og áður sagði, með kynvilltu, orðljótu hegðunina enn á hreinu. Yngri leikararnir eru líka drullufyndnir. Bobb'e J. Thompson teygir lopann örlítið sem litli krakkinn með sorakjaftinn og brjósta fetish-ið, en hann er ekki eins pirrandi og maður hefði haldið. Christopher Mintz-Plasse stelur hins vegar myndinni í hlutverki sem skákar jafnvel McLovin-týpuna úr Superbad hvað ákafa nördahegðun varðar. Hann leikur nokkurn veginn sama karakter (getur hann svosem annað??), nema bara feimnari og án greddunar.
Elizabeth Banks (mikið helvíti er þetta aktív leikkona!) er einnig sæt og fín í hlutverki fyrrverandi kærustunnar, þó svo að sub-plottið með henni hafi klárlega verið veikasti hlekkur myndarinnar að mínu mati. Hin hálf brjálaða Jane Lynch skilur líka talsvert eftir sig sem kona talar óhugnanlega mikið um eiturlyf.
Það kom svolítið á óvart hversu töm þessi mynd var í grófa húmornum. Kannski er maður orðinn sjálfkrafa vanur öðru eftir allt þetta flóð af Judd Apatow-myndum. Ég var samt fyrir smá vonbrigðum með húmorinn þar sem að ég hefði viljað getað hlegið meira að myndinni en ég gerði, og þetta segi ég vegna þess að myndin sjálf heldur manni í mjög góðu skapi allan tímann, sem er mjög gott hrós fyrir svona mynd. Henni tekst jafnvel að krydda upp á gamla formúlu með mjög ferskum lokaspretti. Ég tala að sjálfsögðu um LARP-ið (Live Action Role-Play) undir lokin, en það var nánast brilliant allt saman. Þið þurfið heldur ekki að vera D&D fíklar til að fíla húmorinn í því. Að horfa á allt þetta fólk "berjast" leit svo nett hallærislega út en virkaði samt svo skemmtilegt. Mig langar að prófa. Án djóks. Bestu brandararnir í Role Models voru samt tvíræðu setningarnar sem voru notaðar í eðlilegu samhengi en virkuðu óneitanlega pervertískar ("Now let us gingerly touch our tips").
Í heildina er ég nokkuð öruggur um að þessi mynd eigi eftir að virka þokkalega á flesta sem hafa áhuga að sjá létt-grófa en déskoti viðkunnanlega gamanmynd. Hún er þó meira skemmtileg heldur en fyndin, þannig að ef þið eruð í meira hlátursstuði, þá myndi ég frekar mæla með titlunum efst.
6/10 - Rómantíski þráðurinn drepur eiginlega sénsinn á hærri einkunn. Myndin hefði fúnkerað betur án hans.
Role Models gerir ýmislegt fyndið með efnivið sem hefur verið notaður oft áður, sem er alltaf gott. Þó svo að myndin sé engin Zack & Miri eða Forgetting Sarah Marshall, þá kitlar hún alveg hláturtaugarnar og hefur solid afþreyingargildi með óborganlegu tvíeyki.
Seann William Scott hefur ekki verið fyndinn í áraraðir (Sorrý Seann, en Dukes of Hazzard?! Oj). Sennilega ekki síðan American Wedding kom út. Gaurinn hefur sýnt litla sem enga fjölbreytni sem grínleikari, og í augum flestra verður hann alltaf Stifler. Hann er ekki mikið breyttur í Role Models. Hann er áfram Stifler-týpan, en hann fær góða brandara í þetta sinn. Auk þess er samspil hans við Paul Rudd svo helvíti skemmtilegt, og það góða við þá sem teymi er að þeir eru ekki að fara gömlu klisjuleiðina með að leika einhverja steikta aulabárða, heldur tvo jarðbundna félaga... sem eru skíthælar!
Manni líkar illa við þessa menn, en samt ekki. Það er alltaf gaman að horfa á þá. Rudd er ljómandi kaldhæðinn og Scott er... tja... Stifler, eins og áður sagði, með kynvilltu, orðljótu hegðunina enn á hreinu. Yngri leikararnir eru líka drullufyndnir. Bobb'e J. Thompson teygir lopann örlítið sem litli krakkinn með sorakjaftinn og brjósta fetish-ið, en hann er ekki eins pirrandi og maður hefði haldið. Christopher Mintz-Plasse stelur hins vegar myndinni í hlutverki sem skákar jafnvel McLovin-týpuna úr Superbad hvað ákafa nördahegðun varðar. Hann leikur nokkurn veginn sama karakter (getur hann svosem annað??), nema bara feimnari og án greddunar.
Elizabeth Banks (mikið helvíti er þetta aktív leikkona!) er einnig sæt og fín í hlutverki fyrrverandi kærustunnar, þó svo að sub-plottið með henni hafi klárlega verið veikasti hlekkur myndarinnar að mínu mati. Hin hálf brjálaða Jane Lynch skilur líka talsvert eftir sig sem kona talar óhugnanlega mikið um eiturlyf.
Það kom svolítið á óvart hversu töm þessi mynd var í grófa húmornum. Kannski er maður orðinn sjálfkrafa vanur öðru eftir allt þetta flóð af Judd Apatow-myndum. Ég var samt fyrir smá vonbrigðum með húmorinn þar sem að ég hefði viljað getað hlegið meira að myndinni en ég gerði, og þetta segi ég vegna þess að myndin sjálf heldur manni í mjög góðu skapi allan tímann, sem er mjög gott hrós fyrir svona mynd. Henni tekst jafnvel að krydda upp á gamla formúlu með mjög ferskum lokaspretti. Ég tala að sjálfsögðu um LARP-ið (Live Action Role-Play) undir lokin, en það var nánast brilliant allt saman. Þið þurfið heldur ekki að vera D&D fíklar til að fíla húmorinn í því. Að horfa á allt þetta fólk "berjast" leit svo nett hallærislega út en virkaði samt svo skemmtilegt. Mig langar að prófa. Án djóks. Bestu brandararnir í Role Models voru samt tvíræðu setningarnar sem voru notaðar í eðlilegu samhengi en virkuðu óneitanlega pervertískar ("Now let us gingerly touch our tips").
Í heildina er ég nokkuð öruggur um að þessi mynd eigi eftir að virka þokkalega á flesta sem hafa áhuga að sjá létt-grófa en déskoti viðkunnanlega gamanmynd. Hún er þó meira skemmtileg heldur en fyndin, þannig að ef þið eruð í meira hlátursstuði, þá myndi ég frekar mæla með titlunum efst.
6/10 - Rómantíski þráðurinn drepur eiginlega sénsinn á hærri einkunn. Myndin hefði fúnkerað betur án hans.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
23. janúar 2009