Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Wet Hot American Summer 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

It was the last day of summer camp. It was the first day of the third week in August.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Myndin gerist í sumardvalarstaðnum Firewood árið 1981. Það er dagurinn áður en allir fara heim aftur í sína daglegu rútínu, en enn eru ýmis mál óuppgerð. Yfirmaður búðanna, Beth, er aðalmanneskjan, en hún er að reyna að halda uppi aga á svæðinu þegar hún verður ástfangin af prófessor í stjörnufræði. Hann er að reyna að bjarga búðunum frá gervitungli... Lesa meira

Myndin gerist í sumardvalarstaðnum Firewood árið 1981. Það er dagurinn áður en allir fara heim aftur í sína daglegu rútínu, en enn eru ýmis mál óuppgerð. Yfirmaður búðanna, Beth, er aðalmanneskjan, en hún er að reyna að halda uppi aga á svæðinu þegar hún verður ástfangin af prófessor í stjörnufræði. Hann er að reyna að bjarga búðunum frá gervitungli sem er að falla til jarðar. Einnig er hætta vegna foss á svæðinu, ástarþríhyrningar, svölu krakkarnir, nördarnir, og talandi grænmetis dósir. Öllum spurningum verður svarað, í stóru hæfileikakeppninni sem verður í lok dagsins. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er alls ekki fyrir alla, og er svona já mjög sérstök með mjög steikta brandara.


Ég reyndar fílaði þessa mynd í botn, og fannst hún alveg stór skemmtileg, hló mig máttlausan allan tíman.


Við félagarnir tókum þessa mynd, og ég og einn annar hlóum mjög mikið meðan hinir hristu bara hausinn, og fannst hún engan vegin góð.


Myndin er lauslega um sólahring í lífi ungs fólks sem vinna í sumarbúðum, og lenda þau í mjög óvenjulega mörgum ævintírum, miða við að myndin gerist bara á einum sólahring. Og er húmorinn oft mjög svo dulinn og steiktur, og ef þú fílar þannig húmor, þá mæli ég eindregið með þessari.


Mér fannst myndin allavega bara mjög góð, og mæli ég eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Verð að segja að ég sé sammála, þessi mynd er að reyna að endurskapa stemminguna við mynd sem gefin var út 1979 og heitir Meatballs með honum Bill Murray, brandararnir eru nánast alveg eins og margir hverjir aulabrandararnir fljúga beint yfir höfuðið á manni, þetta hefði kannski verið fyndin mynd fyrir 20 árum síðan en ekki í dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Af minni hálfu er ekkert voðalega mikið um þessa mynd að segja nema:EKKI SJÁ HANA! Þetta er lélegast mynd sem ég hef séð í lagan tíma. Leiðinleg samtöl, fáránlegur húmor og söguþráður sem er ekki neitt, neitt. Þetta er ein af þessum myndum sem maður getur farið á með kærastanum, ekki til þess að fylgjast með myndinni, heldur til þess að kela í öftustu röðinni. Þ.e.a.s. ef maður tímir að borga sig inn á myndina og treystið mér, það er ekki peninganna virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn