Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sex Drive 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. október 2008

Hann er orðinn dauðleiður á því að vera hreinn sveinn

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Ian Lafferty er 18 ára gamall unglingur sem á erfitt með að takast á lífið. Eldri bróðir hans stríðir honum við hvert tækifæri og hann er sífellt niðurlægður í starfi sínu í kleinuhringjaverslun. Háskólinn er á næsta leiti og ákveður hann því að fara í ferðalag með vinum sínum til að missa sveindóminn með eldheitri stelpu sem hann kynntist á... Lesa meira

Ian Lafferty er 18 ára gamall unglingur sem á erfitt með að takast á lífið. Eldri bróðir hans stríðir honum við hvert tækifæri og hann er sífellt niðurlægður í starfi sínu í kleinuhringjaverslun. Háskólinn er á næsta leiti og ákveður hann því að fara í ferðalag með vinum sínum til að missa sveindóminn með eldheitri stelpu sem hann kynntist á internetinu. Ferðalagið verður þó erfiðara en þeir gerðu ráð fyrir: endalaus bílavandamál, reið Amish fjölskylda og aðrir hlægilegir atburðir verða til þess að Ian fer að efast um ágæti ferðarinnar. Þeir félagar gera sitt besta til að komast á leiðarenda og reyna að fá svör við þeim spurningum sem spruttu upp á leiðinni.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd kom mér frekar á óvart verð ég eiginlega að segja, og þar sem ég
hata yfir höfuð unglingamyndir. Myndir er samt sem áður svona American Pie-stæling
um nord sem gerir hvað sem er til þess að missa sveindóminn og er tilbúinn að
gera hvað sem er, eftir að hafa verið í netsambandi við eina svakaskvísu sem
virðist vera tilbúinn til þess að afsveina gæjann, (sem reyndar heldur að hann sé annar gaur),
stelur hann bíl bróður síns ásamt vinum sínum.
Myndin er á margan hátt fjandi góð og fyndin þótt hún sé vissulega gróf á köflum, leikararnir
standa sig með prýði þá sérstaklega Duke, sem fer á kostum og stelur algjörlega senuni að
mínu mati. Flott mynd. 6/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fyndinn mynd:D
Þessi mynd kom mjög á óvart. Fyrst ætlaði ég alls ekki að sjá hana, en svo skellti ég mér á hana á þriðjudegi (500 kall) og hún kom hrikalega jákvætt á óvart. Ég held hún væri bara svona teen-flick eins og american pie 4-6 sem voru hrikalega lélegar en hún er mjög fyndin og betri en fyrst american pie myndirnar. Unglingarnir standa sig vel og efði vSeth Green og James Marsden eru bara snilld! Hefði viljað séð meira af Marsden aðallega. Myndin er ekki góð til að horfa á aftur en fyrsta skiptið er erfitt að halda í sér hlátrinum. Hún fær semsagt
8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ófrumleg en gengur vel upp
Það sem í fyrstu lítur út fyrir að vera standard, óminnisstæð eftirherma af American Pie og Road (eða Euro)Trip reynist síðan vera óvenju hlý og skemmtileg feel-good mynd sem er e.t.v. ein af fyndnari ræmum ársins.

Fyrsta korterið (eða svo...) af Sex Drive gargar af miklum ófrumleika og myndin gefur sterkt í skyn að við höfum séð þetta full oft áður. Raunsæi og trúverðugleiki er heldur ekki sterkur þáttur í atburðarásinni (hvaða sjálfsvirðandi unglingur myndi halda að það yrði gáfuð hugmynd að sækjast eftir stelpu sem kallar sig Ms. Tasty? - æ, þessir unglingar), en skítt með það.. Það kemur fljótt í ljós að persónurnar eru ekki eins einhliða og þær líta út fyrir að vera og húmorinn hallast hvergi að því að vera grófur einungis til að sjokkera fólk.

Það hjálpar líka að hafa leikara sem þér líkar vel við í svona myndum. Í forgrunni eru mestmegnis leikarar í óþekktari kantinum, en hver og einn skilar sínu prýðilega. Josh Zuckermann fær hið erfiða verkefni að breyta vonlausum, kynferðislega forvitnum aulabárði yfir í viðkunnanlegan einstakling og nær hann því bara mjög vel. Ég fílaði einnig Clark Duke alveg í klessu. Það er eitthvað svo skemmtilega egótískt við hann, þrátt fyrir að hann sé eflaust vonlausasti karakterinn af þeim öllum. Amanda Crew á líka margar mjög fínar senur og eru m.a.s. vottar af alvöru leikhæfileikum áberandi. Ég játa samt að ég hafi skemmt mér langmest yfir James Marsden og Seth Green, en báðir tveir eru meiriháttar fyndnir. Marsden, sem yfirleitt leikur jarðbundna gaurinn, sleppir sér algjörlega lausum í hlutverki sem minnir óneitanlega á Stifler og Green brillerar sem amish-gaur sem drekkir næsta manni í kaldhæðni.

Það eru ekki allir brandarar sem að ganga upp í myndinni, og oftar en ekki eru það grófu djókarnir sem missa marks, meðan að litlu, persónukeyrðu augnablikin eru þau sem standa mest upp úr og eru langfyndnust þegar öllu er á botninn hvolft. Hins vegar er ekki hægt að neita því að Sex Drive hefur þennan vissa sjarma sem ekki hefur sést í svona myndum langa lengi. Sjarmi sem byggist á því að persónur eru teknar fram yfir grófa húmorinn. Judd Apatow hefur m.a. sýnt að gamanmyndir virka best þannig.

Að segja að Sex Drive leyni margt á sér er ansi vægt til orða tekið. En þessi mynd er óborganleg skemmtun frá upphafi til enda og eflaust einhver best heppnaða unglingaklisja sem ég hef séð í mörg ár. Ég man ekki hvenær mynd kom mér svona mikið á óvart seinast.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn