Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Religulous 2008

(A Spiritual Journey)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. nóvember 2008

Do you smell something burning?

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 56
/100
1 verðlaun

Bill Maher á bágt með að skilja hvers vegna menn sem eru mjög skynsamir og rökfastir í daglega lífinu getur hent allri rökhugsun út um gluggann þegar kemur að trúmálum. Hann fer út um allan heim til að hitta ýmsa spekinga frá öllum helstu trúarbrögðunum og lætur allt vaða á þá - mynd frá sama leikstjóra og leikstýrði Borat.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Tveir skemmtilegir saman
Nú hafa tveir skemmtilegustu menn samtímans leitt saman hesta sína og skapað stórskemmtilega bíómynd. Það eru þeir Bill Maher sem sló rækilega í gegn með sjónvarpsþáttum sínum Politically Incorrect og Larry Charles sem leikstýrði og framleiddi Curb your Enthusiasm og Borat. Í Religulous eru skipulögð trúarbrögð tekin fyrir og Maher rökræðir við marga kverúlanta og venjulegt trúað fólk um hvernig trúarbrögð ganga bara ekki upp og geta þjónað hættulegum tilgangi. Maher fer um allan heim og ræðir við bókstafstrúarfólk af öllum stærðum og gerðum, hvort sem það eru kristnir vörubílsstjórar, múslimar, öldungardeildarþingmenn eða heittrúaðir gyðingar sem þróa tæki sem gera manni auðveldara að halda Sabbath daginn heilagann án þess þó að gefa eftir í lífsgæðum .

Religulous er frábærlega fyndin og skemmtileg mynd. Þetta er ekki heimildarmynd í strangasta skilningi þess orðs, en að því er varðar skemmtanagildi og góðan boðskap fær hún hiklaust fullt hús stiga og vekur upp mikilvægar spurningar um það sem alltof margir taka sem sjálfsagðan hlut - trú

María Margrét Jóhannsdóttir
kvikmyndir.com
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn