Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Tveir skemmtilegir saman
Nú hafa tveir skemmtilegustu menn samtímans leitt saman hesta sína og skapað stórskemmtilega bíómynd. Það eru þeir Bill Maher sem sló rækilega í gegn með sjónvarpsþáttum sínum Politically Incorrect og Larry Charles sem leikstýrði og framleiddi Curb your Enthusiasm og Borat. Í Religulous eru skipulögð trúarbrögð tekin fyrir og Maher rökræðir við marga kverúlanta og venjulegt trúað fólk um hvernig trúarbrögð ganga bara ekki upp og geta þjónað hættulegum tilgangi. Maher fer um allan heim og ræðir við bókstafstrúarfólk af öllum stærðum og gerðum, hvort sem það eru kristnir vörubílsstjórar, múslimar, öldungardeildarþingmenn eða heittrúaðir gyðingar sem þróa tæki sem gera manni auðveldara að halda Sabbath daginn heilagann án þess þó að gefa eftir í lífsgæðum .
Religulous er frábærlega fyndin og skemmtileg mynd. Þetta er ekki heimildarmynd í strangasta skilningi þess orðs, en að því er varðar skemmtanagildi og góðan boðskap fær hún hiklaust fullt hús stiga og vekur upp mikilvægar spurningar um það sem alltof margir taka sem sjálfsagðan hlut - trú
María Margrét Jóhannsdóttir
kvikmyndir.com
Nú hafa tveir skemmtilegustu menn samtímans leitt saman hesta sína og skapað stórskemmtilega bíómynd. Það eru þeir Bill Maher sem sló rækilega í gegn með sjónvarpsþáttum sínum Politically Incorrect og Larry Charles sem leikstýrði og framleiddi Curb your Enthusiasm og Borat. Í Religulous eru skipulögð trúarbrögð tekin fyrir og Maher rökræðir við marga kverúlanta og venjulegt trúað fólk um hvernig trúarbrögð ganga bara ekki upp og geta þjónað hættulegum tilgangi. Maher fer um allan heim og ræðir við bókstafstrúarfólk af öllum stærðum og gerðum, hvort sem það eru kristnir vörubílsstjórar, múslimar, öldungardeildarþingmenn eða heittrúaðir gyðingar sem þróa tæki sem gera manni auðveldara að halda Sabbath daginn heilagann án þess þó að gefa eftir í lífsgæðum .
Religulous er frábærlega fyndin og skemmtileg mynd. Þetta er ekki heimildarmynd í strangasta skilningi þess orðs, en að því er varðar skemmtanagildi og góðan boðskap fær hún hiklaust fullt hús stiga og vekur upp mikilvægar spurningar um það sem alltof margir taka sem sjálfsagðan hlut - trú
María Margrét Jóhannsdóttir
kvikmyndir.com
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Lionsgate Films
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
28. nóvember 2008