Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég leitaði þessa mynd upp eftir að félagi minn benti mér á hana (Sigurjón/Frikki). Það er voða erfitt að tala um hana spoiler-free þannig að þeir sem ætla að sjá hana skulu ekki lesa mikið meira. Í aðalhlutverkum eru Julianne Moore, Mark Ruffalo og Gael García Bernal. Myndin fjallar um smitandi sjúkdóm sem lýsir sér þannig að menn verða blindir upp úr þurru, þ.e. sjá bara hvítt. Í myndinni er fylgst með hópi sem hefur verið settur í einangrun á spítala. Smám saman eykst geðveikin og frumskógarlögmál taka við. Myndin er ekki fyrir viðkvæma en hún er mjög áhugaverð. Hún minnti mig á Das Experiment af því að hún virkar á mann eins og þjóðfélagsleg tilraun. Mjög áhrifamikil mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax
Vefsíða:
Aldur USA:
R