Náðu í appið
City of God
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

City of God 2000

(Cidade de Deus)

Frumsýnd: 28. nóvember 2003

If you run, the beast will get you. If you stay, the beast will eat you

130 MÍNPortúgalska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 79
/100

Guðsborgin lýsir aðstæðum og aðbúnaði ungra drengja í fátækrahverfinu Cidade de Deus í Rio de Janeiro. Atvinnutækifærin eru engin, valmöguleikarnir takmarkaðir, vonleysi ráðandi og drengirnir finna sig í götugengjum sem berjast um völd og áhrif.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (8)

Saga sem maður neitar að trúa
City of God er ein af þeim fáu erlendum myndum, tala nú ekki um frá Brasilíu, sem hefur komist á topplista flestra kvikmyndasíða og gagnrýnenda. Það er ekki að ástæðulausu, því hér er á ferðini ein magnaðasta mynd síðari ára.

Myndin fjallar um strák sem í upphafi myndarinnar er ljósmyndari sem hefur lent í miðjum bardaga milli tveggja gengja í Guðsborginni Ciudade de Deus úthverfi Rio í Brasilíu. Hann rekur svo sögu sinni og gengjanna fyrir áhorfendann. Sagan er blóðug og hryllingsleg og neitar maður að trúa henni.

City of God er stórkostleg mynd sem ekki má láta framhjá sér fara. Maður þarf samt að gíra sig upp fyrir hana, það er ekki hægt að fylgjast með textanum þegar maður er þreyttur og sagan er frekar löng.
Skylduáhorf!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bara varð að sjá þessa mynd til að geta séð það sem aðrir hafa verið að lofa þessa mynd fyrir.

Þegar ég byrjaði að horfa á þessa mynd þá hugsaði ég (ég ætla ekki að fara að gefa þessari mynd góða dóma fyrir eitthvað listrænt gildi og eitthvað svoleiðins bull, annaðhvort er myndin góð eða ekki.

Og viti menn, hún jafnast á við bestu myndir sem ég hef séð.

Handritið er snilld, myndatakan er mögnuð og myndin er FRÁBÆR.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

City of god er ein fárra mynda sem ég hef séð sem hefur útgeislun sem beinlínis dregur mann inn í myndina. Kannski var það bara af því að ég sat svo framarlega en ég tel töfra myndarinnar hafa þar verið að verki. Hvernig myndin fer með okkur fram og aftur í tíma sögunnar er frábærlega vel gert og veit maður alltaf hvar og hvenær maður er staddur í sögunni. Síðan er rosalega snjöll persónusköpun, t.d. þegar ný persóna kemur fram er bara 1 mínútna saga viðkomandi sögð svo maður veit allt sem vita þarf um þá persónu. Kvikmyndatakan er í heimildastíl sem hentar mjög vel og leikurinn hafður raunverulegur frekar en Hollywood-legur. Þetta fær mann til að trúa öllu sem er að gerast á tjaldinu og þar af leiðandi dragast meir inn í myndina. Að segja eitthvað um söguþráðinn væri skemmandi enda er þetta algjörlega einstök mynd sem allir ættu að sjá enda byggð á sönnum atburðum sem mörgum þykir sjokkerandi. Þrátt fyrir allt ofbeldið er húmorinn alltaf til staðar og hafur handritshöfundur gert vel í blöndun á þessu tvennu. Að lokum vil ég segja að þessi mynd venst ótrúlega vel og verður betri því lengra sem það er sem ég sá hana og vegna þess hve gallalaus hún er get ég ekki annað en gefið henni 4 stjörnur og ef það væri 10 stjörnukerfi fengi hún 10. Allir að fara á þessa mynd (sem kunna að lesa ensku) helst í bíó en fyrst og fremst bara að sjá hana.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ekki oft sem maður álpast á myndir sem eru ekki úr Hollywood smiðjunni en eftir dómana sem City of God hefur fengið þá ákvað ég að kíkja á ræmuna. -Skemmst frá því að segja að maður var hreint þrumu lostinn allt frá mögnuðu og frumlegu byrjunaratriði sem maður skilur betur eftir því sem líður á myndina. Leikstjórinn safnaði saman ungum og óreyndum leikurum úr slömm hverfum í Ríó. Þeir léku má segja sjálfa sig og týpur sem þeir greinilega þekktu af þvílíkri snilld að ég man vart eftir öðru eins. Sagan, umgjörðin, myndatakan, handritið, leikurinn og leikstjórnin, ójá alltsaman með ólíkindum vel gert. Það að hér sé um raunverulega atburði að ræða og að líf götukrakkanna í fátækrahverfum Ríó sé eins og því er lýst í myndinni er nánast ótrúlegt. Þetta er helvíti á jörðu þar sem mannslífið er varla krónu virði en víst er að miði á þessa mynd var 800 króna virði og rúmlega það. Drífðu þig í bíó áður en þú missir af bestu mynd ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd í einu orði. Klippingin algjör snylld og stórkostlegt hvernig hann færir okkur nær nútímanum með klippingunum. Myndin er sannsöguleg og líka svolítið sjokkerandi. En hún stiður undir þær fréttir sem við höfum fengið frá Brasilíu um morð á börnum í fátækrahverfum og hversu mannslíf þar í borg (Río) er lítils virði.

Þessi mynd á örugglega eftir að vinna einhvað af óskurum þ.e.a.s ef leikstjórinn sé í náð hjá USA academyunni. Besta erlenda mynd, besta handrit, besta klipping.

Mynd sem allir verða að sjá.


P.S. svolítið erfitt að fylgjast með myndinni og lesa textan, en það venst,en leikararnir tala allir Portugölsku í myndinni (Sem er talað í Brasilíu).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn