Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Crimson Tide 1995

In the face of the ultime nuclear showdown, one man has absolute power and one man will do anything to stop him

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 66
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna - George Watters II : Bestu brellur og hljóðvinnsla Chris Lebenzon : Besta Myndvinnsla Kevin O'Connell \ Rick Kline \ -> Besta hljóð Gregory H. Watkins / William

Þegar Rússneskir uppreisnarmenn taka yfir stjórn á nokkrum ICBM eldflaugum, fara Bandaríkjamenn af stað. Meðal skipa sem þeir senda er kjarnorkukafbáturinn Alabama, en áður en þeir leggja af stað þurfa þeir að finna nýjan framkvæmdarstjóra og á meðal valkosta er Hunter yfirmaður sem ekki hefur séð mikinn atgang en kapteinn skipsins, Ramsey velur hann sem... Lesa meira

Þegar Rússneskir uppreisnarmenn taka yfir stjórn á nokkrum ICBM eldflaugum, fara Bandaríkjamenn af stað. Meðal skipa sem þeir senda er kjarnorkukafbáturinn Alabama, en áður en þeir leggja af stað þurfa þeir að finna nýjan framkvæmdarstjóra og á meðal valkosta er Hunter yfirmaður sem ekki hefur séð mikinn atgang en kapteinn skipsins, Ramsey velur hann sem framkvæmdarstjóra. Á leiðinni varð atvik og Hunter var ósáttur með hvernig Ramsey höndlaði það og það er ljóst að Ramsey finnst lítið varið í hann því að Hunter var menntaður en Ramsey vann sig upp í geiranum. Skipið fékk skilaboð um að leggja til atlögu en samskiptatæki skipsins var bilað og þeir fengu ekki allt skilaboðið. Ramsey vill fylgja skilaboðunum sem hann heyrði en Hunter vill bíða þangað til að þeir komist aftur í samband til að vita örugglega hvort að skilaboðin hafi verið rétt.... minna

Aðalleikarar


Talandi um mynd sem ég bjóst við væri kanaþvælu, Bruckheimer viðbjóður. Crimson Tide, mynd sem ég aðeins nýlega sannfærði sjálfan mig um að sjá eftir að hafa heyrt ágætis hluti um hana. Hérna höfum við góða Tony Scott spennumynd dulbúna sem dæmigerða Bruckheimer vellu, það er jafnvel nokkuð magn af pólitískum gagnrýnum þar sem sagan fjallar um mögulega kjarnorkustyrjöld. Myndin byrjar með venjulegu kanaþvælunni, illu Rússarnir eru að koma og kanar verða að bjarga heiminum eins og Gene Hackman orðar það, það breytist hinsvegar Denzel Washington fer að sýna sig og sínar eigin pólitísku skoðanir sem eru gersamlega andstæðar Hackman. Denzel Washington og Gene Hackman sannast sem andskoti gott teymi, báðir að berjast um völdin milli manna sína og áhorfandanna. Hans Zimmer, einn vinsælasti tónlistahöfundur í kvikmyndabransanum, semur tónlistina í Crimson Tide. Ég er ekki viss hvaða lyf hann var að nota, en tónlistin er eins skemmtilega dæmigerð og hjá hverri annari hasarmynd og einhver alhypaðasta sem ég hef heyrt, man einhver eftir The Rock? Þetta er í raun sama tónlistin aðeins Crimson Tide kom út ári áður. Crimson Tide kom mér skemmtilega á óvart, góð mynd sem verður meira og meira spennandi þar til henni lýkur, Washington og Hackman sýna sínar bestu hliðar sem einn mesti kosturinn við myndina. Þrjár stjörnur, hljómar nógu vel sýnist mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Crimson tide er bara hin besta spennumynd. Óskarsverðlaunahafarnir Denzel Washington(Training day) og Gene Hackman(The Unforgiven) fara hér með aðalhlutverkin og standa sig alveg frábærlega í hlutverkum sínum. Þeta er hörkuspennandi mynd um þessa tvo menn sem aldrei aldrei eru sammála um hvað skuli gera. Frábær skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd. Gene Hackman og Denzel Washington eru alveg frábærir í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spennumyndin "Crimson Tide" fékk óhemju aðsókn í kvikmyndahúsum um allan heim á sínum tíma, enda er það mál margra að hér sé á ferð ein magnaðasta og besta spennumynd sem gerð var á tíunda áratugnum. Leikstjóri hennar er Tony Scott sem er þekktur fyrir góðar og vandaðar myndir, og í aðalhlutverkum eru óskarsverðlaunaleikararnir Gene Hackman og Denzel Washington. Hackman leikur kafbátaforingjann Frank Ramsey sem er yfirstjórnandi eins fullkomnasta kjarnorkukafbáts veraldar. Aðstoðarmaður hans og næstráðandi um borð er nýliðinn Ron Hunter "Washington" sem kallaður var til skyldustarfa rétt áður en kafbáturinn lagði úr höfn. Ferð hans liggur út á opið haf, en rússneskir róttæklingar og uppreisnarmenn sem náð hafa óljósum völdum í heimalandi sínu, hótað Bandaríkjunum öllu illu og þar á meðal að skjóta kjarnorkusprengjum á bandarískar borgir. Herinn vill vera við öllu búinn og setur í viðbragðsstöðu. Eftir nokkurra daga siglingu lenda þeir í átökum við rússneskan kafbát og afleiðingarnar eru bilun í fjarskiptabúnaði. Rétt í þann mund móttekur Ramsey óljóst skeyti frá hermálaráðuneytinu og túlkar það sem skipun um að skjóta kjarnorkusprengju á Rússland. Hunter er hins vegar ekki tilbúinn að túlka skeytið sem skipun um að skjóta og í kjölfarið upphefjast átök á milli þessara manna sem leiða til uppreisnar um borð. Spurningin er: Hvort er alvarlegra, að skjóta ekki ef kjarnorkustyrjöld hefur brotist út, eða skjóta ef kjarnorkustyrjöld hefur ekki skollið á! Mjög góð þriggja og hálfrar stjarna mynd!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn