Það sem fyrir mig gerir Species góða, er líklega að hún kom fersk og flott eftir að mörgum vondum science fiction hafði verið dælt yfir mann. Hugmyndin er góð.... Hópur vísindamanna fær nýa DNA lýsingu utan úr geimnum og notfæra sér hana og búa til nýan einstakling hálfmennskan og hálf eitthvað, og fljótlega kemur í ljós að hún er mjög ólík mennskum einstaklingum. Myndin er full af góðum brellum og fínum hasar, ofurbeybið Natasha Henstridge er hrikalega flott sem vonda veran og aðrir leikarar eru mjög sannfærandi. En passið ykkur svo á frammhaldinu Species 2. úff.. vond mynd!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei