Náðu í appið
Species
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Species 1995

Aðgengilegt á Íslandi

Be Intrigued. Be Seduced. Be Warned.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 49
/100
MTV Movie awards-Natasha Henstridge Anthony Guidera : Best kiss

Árið 1993 fást skilaboð um DNA Byggingu af geimveru. Geimveran heitir Sil og er vera sem getur breytt sér frá stórhættulegu og ógeðslegu skrímsli yfir í unga fallega konu. Vísindamenn safnast saman til að finna og drepa hana áður en að hún fjölgar sér.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Það er nú orðið nokkuð langt síðan maður sá þessa ræmu. Var náttúrulega bara lítill gutti þegar ég sá hana, svona um 13 ára. En maður man samt eftir að þetta var góð mynd sem að var spennandi að fylgjast með. Natasha Henstridge var allavega virkilega flott í hlutverki geimverunnar. Svo eru aðrir fínir leikarar eins og Ben Kingsley, Forrest Whitaker, Michael Madsen, Alfred Molina sem að koma með alveg ágætar frammistöður í myndinni. Maður verður að fara drífa sig að sjá þessa aftur. En held að framhöldin séu ekkert sem ég væri til í að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það sem fyrir mig gerir Species góða, er líklega að hún kom fersk og flott eftir að mörgum vondum science fiction hafði verið dælt yfir mann. Hugmyndin er góð.... Hópur vísindamanna fær nýa DNA lýsingu utan úr geimnum og notfæra sér hana og búa til nýan einstakling hálfmennskan og hálf eitthvað, og fljótlega kemur í ljós að hún er mjög ólík mennskum einstaklingum. Myndin er full af góðum brellum og fínum hasar, ofurbeybið Natasha Henstridge er hrikalega flott sem vonda veran og aðrir leikarar eru mjög sannfærandi. En passið ykkur svo á frammhaldinu Species 2. úff.. vond mynd!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn