Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Resident Evil: Extinction 2007

(Resident Evil 3)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. október 2007

We Have Witnessed The Beginning... We Have Seen The Apocalypse... Now We Face Extinction...

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Eftirlifendur eftir Raccoon City stórslysið ferðast í gegnum Nevada eyðimörkina, í von um að ná til Alaska. Alice slæst í hópinn og aðstoðar í baráttunni við hið illa Umbrella Corp.

Aðalleikarar


Fyrsta var fín, önnur var fúl og þriðja er bara fjör! Fáið ykkur einn kaldan, súkkulaðirúsínur og drepið fullt af zombies! Milla Jovovich er mætt aftur sem femme fetale stríðskvendið ógurlega. Hún er mun meira sannfærandi en Rhona Mitra í Doomsday, sem er reyndar takmarkað hrós. Sú mynd á reyndar mikið sameiginlegt með þessari. Mad Max myndirnar eru mikill áhrifavaldur í báðum tilvikum. Það er jú einhver vírus að gera út af við mannkynið og menn keyra um auðar götur á gömlum trukkum, Road Warrior style!

Þegar hér er komið við sögu er nánast búið að þurrka út mannkynið og jörðin er nánast orðin að eyðimörk. Það er þó ekki öll von úti um lækningu og auðvitað...annað framhald. Þessar myndir eru gerðar eftir vinsælum tölvuleikjum sem er oftast ekki góðs viti. Þessi og fyrsta Resident Evil myndirnar eru undantekningar frá þeirri reglu. Þessi mynd er hröð, skemmtileg og gefur manni nákvæmlega það sem maður vill. Það er ákveðið sci-fi element í gangi (klónar) sem gerir myndina áhugaverðari fyrir vikið, fannst mér allavega. Svo er atriði beint úr The Birds með zombie hröfnum. Blóðhundarnir koma aftur og eitthvað nýtt sem ég ætla ekki að skemma.

Paul W.S. Anderson er í raun maðurinn á bakvið þessa seríu. Hann leikstýrði bara fyrstu en skrifar þær allar. Hann er pínu umdeildur en ég hef alltaf svolítið gaman að honum. AVP, Event Horizon og Death Race voru allar skemmtilegar þrátt fyrir galla sama hvað hver segir.

Það verður samt að segjast að, líkt og í Doomsday, þá eru allar persónur frekar óáhugaverðar. Þetta er stór mínus þegar þeir eru í lífshættu og manni er eiginlega skítsama hvort þeir deyji eða ekki. Samt, þessi mynd er mun betri en ég bjóst við. Ef þið eruð enn að lesa, látið vaða!!

“I knew your sister. She was a homicidal bitch.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn