Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Painted Veil 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. maí 2007

Sometimes the greatest journey is the distance between two people

125 MÍN
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Ástarsaga þar sem Kitty hittir hinn unga, gáfaða, feimna og að mörgu leiti leiðinlega Dr. Walter Fane, en styrkur hans liggur í því að rannsaka smitsjúkdóma. Þau gifta sig og flytja svo til Shanghai í Kína þar sem Kitty fer að halda við diplómatann Charlie Townsend. Þegar Fane kemst að framhjáhaldinu þá ræður hann sig í lítið þorp úti á landi þar... Lesa meira

Ástarsaga þar sem Kitty hittir hinn unga, gáfaða, feimna og að mörgu leiti leiðinlega Dr. Walter Fane, en styrkur hans liggur í því að rannsaka smitsjúkdóma. Þau gifta sig og flytja svo til Shanghai í Kína þar sem Kitty fer að halda við diplómatann Charlie Townsend. Þegar Fane kemst að framhjáhaldinu þá ræður hann sig í lítið þorp úti á landi þar sem faraldur hefur geisað, og tekur konu sína með. Ferðalagið þroskar samband þeirra, og gefur þeim nýjan tilgang, í einum afviknasta og fallegasta stað á Jörðinni.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


The Painted Vail er ein af þessum rólegu lágstemmdu myndum. Hún er ekki lágstemmd vegna þess að í henni gerist fátt heldur vegna þess að það sem gerist er án alls hasars eða yfirdrifnar dramatíkur. Í raun er samt afskaplega margt sem gerist í þessari mynd sem segir sögu hjónanna Walter Fane og konu hans Kitty. Persónurnar eru vel gerðar og mjög trúverðugar og halda sögunni að miklu leyti uppi. Ég hef aldrei séð Edward Norton leika illa og hann byrjar ekki á því hér, og Naomi Watts stendur sig með stakri prýði. Myndin er skemmtilega kómísk á köflum, þrátt fyrir aðstæður sem eru kannski ekki sérlega gamansamar. The Painted Vail er því ágætismynd ef þú hefur gaman af svona myndum, en ef þér leiðast rólegar ástarsögur á þessi mynd ekki eftir að breyta neinu þar um.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Painted Veil fær gæðastimpilinn sinn frá leikurunum, Naomi Watts er mjög góð en Edward Norton eignaði sér myndina sem kaldrifjaði eiginmaður hennar. Sagan fjallar aðallega um uppgötvanirnar sem hjón komast að um hvort annað undir erfiðum kringumstæðum, Naomi Watts leikur Kitty, dekraða og eigingjarna breska konu sem hefur lifað af foreldrum sínum alla sína ævi. Edward Norton leikur Walter, lækni sem verður hrifinn af Kitty og mjög fljótlega þá giftast þau þar sem foreldrar Kitty gátu ekki beðið eftir að losa sig við hana. Kitty er þó ekkert sérstaklega trú Walter og heldur hún framhjá og Walter kemst að því, gefur hann henni valkostinn að annaðhvort koma með sér til hluta Kína þar sem kólera er að drepa hundruðir eða skilnaður. Edward Norton sem er einn af betri leikurum samtímans nær eins og alltaf að gera myndirnar sínar enn áhugaverðari en þær ættu að vera. The Painted Veil er ekki saga sem heillar mig neitt sérstaklega (myndin er byggð á samnefndri bók frá 1925) en það er hann og hans persóna sem hélt uppi áhuga mínum, en ég ætti ekki að gleyma Naomi Watts sem er í raun aðalpersónan og var hún alls ekkert verri en Norton. The Painted Veil er mjög vel heppnuð ástarsaga, mjög vel gerð og hefur sína bestu kosti í leikurunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn