Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hills Have Eyes 2 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. apríl 2007

The lucky ones die fast.

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 12% Critics
The Movies database einkunn 32
/100

Hópur nemenda í strandgæslunni kemur með vistir í eyðimörkina í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, handa hópi hermanna og vísindamanna sem eru að koma fyrir eftirlitskerfi á svæði 16. Hópurinn finnur engan í búðunum, og þau fá óljós merki frá hæðunum í kring. Yfirmaður þeirra setur saman björgunarflokk, og síðan er ráðist á þau af afmynduðum mannætum,... Lesa meira

Hópur nemenda í strandgæslunni kemur með vistir í eyðimörkina í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, handa hópi hermanna og vísindamanna sem eru að koma fyrir eftirlitskerfi á svæði 16. Hópurinn finnur engan í búðunum, og þau fá óljós merki frá hæðunum í kring. Yfirmaður þeirra setur saman björgunarflokk, og síðan er ráðist á þau af afmynduðum mannætum, og þau þurfa að berjast fyrir lífi sínu.... minna

Aðalleikarar

Þetta hefði getað orðið ágæt sería...
Það er því miður nokkuð þreytt að horfa á hryllingsmynd sem að skortir alla spennu, persónusköpun og bara stíl almennt.

Ég var nokkuð hrifinn af Hills Have Eyes endurgerðinni. Sú mynd hafði a.m.k. þann kost að halda manni við sætið, ásamt því að innihalda persónur sem að manni var ekki almennt sama um, svo í þokkabót hafði hún sérkennilegan, hráan stíl sem að smellti vel við umhverfið. Að kalla þetta framhald svekkjandi væri klárlega of vægt til orða tekið. Ekki bara þjáist myndin stórlega fyrir það að klúðra allri spennuuppbyggingu, heldur er hún bara grútleiðinleg yfir höfuð.

Leikstjóri myndarinnar hefur þó víst reynt að bæta einhverju upp með því að gera myndina eins ógeðfellda og brútal og hann kæmist upp með. Ég hef sjaldan fengið eins ofaukinn skammt af hrottaskap og viðbjóði. Örfáar senur í þessari mynd voru þó flottar, og það eitt hækkar einkunn mína í aðeins þristinn.

Innihaldið sem eftir stendur er hörmung, og þar af leiðandi tímasóun.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn