Breach
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn
Í myndinni er ljótt orðbragð
DramaSpennutryllirGlæpamyndSögulegÆviágrip

Breach 2007

Frumsýnd: 20. apríl 2007

Inspired by the true story of the greatest security breach in U.S. history

7.0 56275 atkv.Rotten tomatoes einkunn 84% Critics 7/10
110 MÍN

Hinn reynslumikli alríkislögreglumaður Robert Hanssen er handtekinn fyrir njósnir árið 2001, eftir að hafa unnið í lögreglunni í 25 ár .Tveimur mánuðum fyrr þá er tölvumaðurinn Eric O´Neill fenginn til að fylgjast með Hanssen. O´Neill er sagt að um sé að ræða rannsókn á kynlífsvenjum Hanssen. Innan nokkurra vikna hafa þeir kynnst vel, og O´Neill fer... Lesa meira

Hinn reynslumikli alríkislögreglumaður Robert Hanssen er handtekinn fyrir njósnir árið 2001, eftir að hafa unnið í lögreglunni í 25 ár .Tveimur mánuðum fyrr þá er tölvumaðurinn Eric O´Neill fenginn til að fylgjast með Hanssen. O´Neill er sagt að um sé að ræða rannsókn á kynlífsvenjum Hanssen. Innan nokkurra vikna hafa þeir kynnst vel, og O´Neill fer að bera virðingu fyrir Hanssen. Eiginkona O´Neill er ósátt við málið, og það fer að hitna í kolunum. Hvernig Hanssen er gómaður, og afhverju hann fer að njósna, verður aðalsagan í myndinni. ... minna

Aðalleikarar

Chris Cooper

Robert Hanssen

Ryan Phillippe

Eric O´Neill

Laura Linney

Kate Burroughs

Dennis Haysbert

Dan Plesac

Caroline Dhavernas

Juliana O´Neill

Kathleen Quinlan

Bonnie Hanssen

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Þessi var á rúv um daginn, tók hana upp og horfði á í fyrradag (VHS LIFIR). Þetta var eiginlega nákvæmlega myndin sem ég bjóst við og var að vonast eftir. Breach er njósna drama, ekki spennumynd. Myndin byggist á sönnum atburðum, sem skaðar aldrei, um versta njósnara sem Bandaríkin hafa komist í kynni við. Ég er mjög hrifinn af Chris Cooper, hann er frábær karakter leikari og klikkar ekki hér. Ryan Phillippe skilar sínu ágætlega en það er ástæða fyrir því að hann er ekki A lista leikari, bara B+. Laura Linney var fín líka en hún fer samt aldrei fram úr væntingum einhvernveginn. Cooper átti þessa mynd. Það er annars óhætt að mæla með henni fyrir þá sem sáu hana ekki um daginn. Ef þið fýlið á annað borð njósna drama, þá munið þið fýla þessa.

Þetta er önnur mynd leikstjórans, hef ekki séð þá fyrri. Hann hefur hinsvegar skrifað slatta af myndum sem maður hefur séð, aðallega annars flokks myndir t.d. Suspect Zero, Flightplan, Volcano og Hart´s War.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn