Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Shattered Glass 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The story that shocked a Nation

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Myndin segir söguna af hinum óheiðarlega blaðamanni Stephen Glass frá Washington D.C., sem varð frægur strax á þrítugsaldri þegar hann vann fyrir The New Republic í þrjú ár ( 1995 - 1998 ), en 27 af 41 grein sem hann skrifaði voru skáldskapur að hluta til eða í heild. Glass vildi rísa fljótt til metorða og hagaði til sannleikanum eða bjó hann til, en þetta... Lesa meira

Myndin segir söguna af hinum óheiðarlega blaðamanni Stephen Glass frá Washington D.C., sem varð frægur strax á þrítugsaldri þegar hann vann fyrir The New Republic í þrjú ár ( 1995 - 1998 ), en 27 af 41 grein sem hann skrifaði voru skáldskapur að hluta til eða í heild. Glass vildi rísa fljótt til metorða og hagaði til sannleikanum eða bjó hann til, en þetta gat þó ekki gengið til eilífðarnóns, og að lokum þá féll spilaborgin ...... minna

Aðalleikarar

Gott handrit, flott leikaraval
Ég ætla að byrja á þessari umfjöllun með eftirfarandi setningu: Hayden Christensen GETUR leikið. Eftir að hafa verið alvarlega ''dissaður'' af gagnrýnendum og áhorfendum fyrir leik sinn í Star Wars: Attack of the Clones eiga margir bágt með að trúa að það búi meira í honum (sjáið einnig Life as a House. Hann er góður þar). Mér fannst hann í raun miklu betri en margir sögðu í þeirri mynd (hlýtur að vera gífurlega erfitt að leika á móti bolta á snæri fyrir framan bluescreen).

En allavega, þá er Shattered Glass mjög tilvalið hlutverk fyrir hann. Hann leikur ungan blaðamann sem sakaður var (fyrir slysni) um að hafa ýkt eða skáldað gjörsamlega þær greinar sem hann skrifaði. Þetta er augljóslega byggt á sannri sögu og drengurinn stendur sig með þvílíkri prýði. Karakter hans, Stephen Glass, er viðkunnanlegur en samt viðkvæmur, snjall en jafnframt barnalegur. Myndin er öll uppbyggð kringum hann og hans viðhorf gagnvart fjölmiðlaheimunum. Shattered Glass er líka einhver skemmtilegasta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð sem fjallar um blaðamennsku. Handritið er vel unnið og myndin græðir mest á hversu vel leikin hún er. Chloë Sevigny er alltaf góð einhverra hluta vegna, Peter Sarsgaard er líka fínn sem áttavillti, nýi ritstjórinn (sjá hann einnig í The Salton Sea) og Hank Azaria er vægast sagt ótrúlega góður. Merkilegt hvað sumir grínleikarar geta leynt á sér mikla leikhæfileika, eins og þeir séu að reyna að koma því út líkt og það væri útrás. Maður veltir samt fyrir sér einni spurningu út alla myndina: Hvers vegna gerði Stephen þetta? Hann virtist hvorki latur né hugmyndalaus, og hann hafði alltaf verið ágætlega virtur af starfsfélögum sínum. Myndin svarar aldrei þessari spurningu og þjáist pínulítið fyrir það að mínu mati. En í heildina: Mjög sérstök mynd.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd. Hayden Christensen sem var hræðilegur í Star Wars episode II sem ég tel vera út af öllu blue-screeninu er ótrúlega góður í þessari mynd. Myndin er byggð á sannri sögum um hann Stephen Glass fréttamann í The New Republic sem hefur falsað meir en minna allar sögur sem hann skrifaði. Hann lendir í djúpum skít þegar annar fréttamaður hjá Forbes fer að fer að gruna eitthvað. Reyndar er hann ekki bara að semja sögurnar heldur er hann að ljúga að fólki almennt, eins konar lygasýki hjá honum. Handritið er rosalega gott, reyndar allt við þessa mynd rosalega gott. Stíllinn er svona real-life, myndavélarnar allar teknar með höndunum og mjög raunverulegt umhverfi. Shattered Glass er ein myndin sem þú munt muna eftir og liklega vilja sjá aftur. Þrjár og hálf stjarna er sanngjarnt fyrir þessa mynd, góðar persónur, frábært handrit og mjög góðir leikarar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.12.2011

Tuttugu og fjórir á tveimur tímum?

Það er langt síðan aðdáendur sjónvarpsseríunnar 24 fengu þær fréttir um að bíómynd í fullri lengd (ekki sjónvarpsmynd, eins og 24: Redemption, heldur alvöru) væri á leiðinni. Umræðurnar spruttu upp löngu á...

06.12.2011

Tuttugu og fjórir á tveimur tímum?

Það er langt síðan aðdáendur sjónvarpsseríunnar 24 fengu þær fréttir um að bíómynd í fullri lengd (ekki sjónvarpsmynd, eins og 24: Redemption, heldur alvöru) væri á leiðinni. Umræðurnar spruttu upp löngu á...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn