Náðu í appið

The Queen 2006

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 27. september 2006

Tradition Prepared Her. Change Will Define Her./ Queen of a Nation. Queen of Hearts.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 91
/100

Díana "prinsessa fólksins" er nýlega dáin í bílslysi í París. Drottningin og fjölskylda hennar ákveður að það sé fyrir bestu að þau haldi sig innan dyra í Balmoral kastalanum. Niðurbrotinn almenningur skilur ekki þessa ákvörðun og krefst þess að drottningin komi fram og huggi fólkið. Þetta setur einnig pressu á nýlega kjörinn forsætisráðherrann... Lesa meira

Díana "prinsessa fólksins" er nýlega dáin í bílslysi í París. Drottningin og fjölskylda hennar ákveður að það sé fyrir bestu að þau haldi sig innan dyra í Balmoral kastalanum. Niðurbrotinn almenningur skilur ekki þessa ákvörðun og krefst þess að drottningin komi fram og huggi fólkið. Þetta setur einnig pressu á nýlega kjörinn forsætisráðherrann Tony Blair sem reynir hvað hann getur að sannfæra drottninguna um að tala við fólkið í landinu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


The Queen fylgir sögulegum heimildum nokkuð nákvæmlega eftir þar sem atburðirnir áttu sér stað fyrir aðeins meira en níu árum síðan. Árið er 1997 og Tony Blair er kosinn forsetisráðherra Bretlands en ekki löngu seinna þá deyr hún Diana prinsessa í bílslysi í París. Þessi atburður gefur frá sér höggbylgju af sorg um allan heim, en konungsfjölskyldan í Bretlandi sýnir engar greinilegar tilfinningar gagnvart dauða hennar sem skapar erfiði milli almúgans og konungsfjölskyldunnar. Grafið er djúpt inn í sálarlíf Elizabeth II, drottningarinnar sem er mjög köld og aristókratísk að eðli sem gerir það erfiðara fyrir Tony Blair að þóknast hennar. Ég skil af hverju Helen Mirren er að sópa öll leikaraverðlaun til sín, hún var ekki að leika Elizabeth hún var Elizabeth. Hinsvegar finnst mér frammistaðan hans Michael Sheen sem Tony Blair frekar hundsuð, hann nær að leika á móti Mirren sem Elizabeth og samt skilja eftir sig stór spor í myndinni, ég held að Sheen hefur sannað sig í kvikmyndaheiminum eftir þetta hlutverk. Alex Jennings leikur Prins Charles frábærlega og James Cromwell einnig sem Prins Philip, hver einasti leikari náði að leika sögulegu persónurnar sínar sannfærilega. Raunveruleikinn í The Queen náði að sannfæra mig, stundum leið mér eins og ég væri að horfa á blöndu af kvikmynd og heimildarmynd, mér leið sjaldan eins og reyna væri verið að ýkja eða stækka atburði meira en þeir voru. En þar fellur einnig áhuginn smávegis niður, myndin heldur ákveðinni línu og er ekki að reyna ná neinum ákveðnum hápunkti. Söguþráðurinn sjálfur er jafnvel ekki alveg nógu spennandi til þess að gera spennandi mynd en í staðinn þá eru allar persónurnar höndlaðar rosalega vel. Þegar myndinni er lokið þá hefuru fengið góða innsýn inn í heim bresku konungsfjölskyldunnar og samband hennar við ríkisstjórnina og fólk þess, og einnig innsýn í hvernig aðstæður konungsfjölskyldan þurfti að komast gegnum eftir dauða Diönu prinsessu. Miðpunkturinn er þó samband drottningarinnar við Tony Blair forsetisráðherra, sem reyndist mjög merkilegt að fylgjast með aðallega útaf frábærum leikurum, auðvitað var handritið vel skrifað en leikararnir bera það á hásæti. Það er mitt lokaálit, mjög góð mynd, en byggist aðallega á sigurgöngu leikaranna í sínum hlutverkum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn