Náðu í appið
84
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jackass Number Two 2006

(Jackass 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. október 2006

When is the last time a movie made you beg for mercy?

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Chris Pontius, Jonnny Knoxville, Steve-O, Bam Margeira, og allt liðið er mætt aftur til að gera enn trylltari brögð en nokkru sinni fyrr.

Aðalleikarar

Frábær "oj" mynd
Það er svo fjandsamlega skemmtilegt að horfa á Jackass. Ég veit ekki af hverju! Mér finnst ég ætti að skammast mín fyrir að hlæja að þessu en einhvern veginn hætti ég ekki að hlæja að óförum þessara drengja og Jackass 2 er án efa besta samansafn af atriðum sem ég hef séð frá bjálfunum hingað til. Ástæðan er mjög einföld: Markmið þeirra er að toppa síðustu mynd og það sést svo sannarlega að því var náð því eins og við má búast er þessi (heimildar?)mynd ósmekkleg út á alla kanta og talsvert meira sjokkerandi en hin. Svo eitthvað sé nefnt þá eru menn ælandi hægri og vinstri, skítandi framan í kameru og drekkandi vessa sem enginn heilbrigður aðili ætti að koma nálægt. Og þetta eru ekki einu sinni öfgakenndustu atriðin. Get lofað þér að þú munt seint gleyma þeim eftirminnilegustu.

Jackass 2 er samt ekki bara skemmtilegri útaf því að hún er klikkaðri heldur en fyrri myndin, heldur líka útaf því að hún er betur skipulögð (og þ.a.l. metnaðarfyllri) og hugmyndaríkari, eins furðulega og það hljómar. Hún flæðir sömuleiðis betur og endar á alveg hreint brilliant máta, og þá með atriði sem ég bjóst engan veginn við. Slíkar uppákomur eru öruggar um að senda mann heim með þroskaheft bros á vörinni. Einu atriðin sem ég var strax orðinn þreyttur á voru þegar Spike Jonze dulbýr sig sem gömul kona. Tæplega fyndið einu sinni, ekki oftar.

Ef þú ætlar samt að sjá Jackass 2, þá er eins gott að þú gerir það með félögum þínum eða í fullum sal af fólki sem veit nákvæmlega hvað það er að fara að horfa á og fílar það í botn. Stemmningin mun vera rosaleg og maður verður hálf leiður nánast þegar ruglið er búið. Þú munt kúgast, hneykslast og líta undan margoft, en fyrir mitt leyti er þetta eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef séð á árinu. Mig langar að biðja um meira en ég veit ekki hvort það sé heilbrigt að hugsa einu sinni út í það. Það er algjörlega ófyrirsjáanlegt hvað þetta lið leggur á sig til að toppa sig. Ef þessir dólgar skildu ákveða að gera nr. 3, þá er meira spurning hvort þeir lifi það sjálfir af heldur en hvort maður ætti að þora að horfa á það.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

þegar ég var í áfmæli hjá vini mínum heyrði ég að það væri að fara horfa á jackass 2 þá búðist ég við gamanmynd en allt kom fyrir ekki hræðilegur dónaskapur í þessu ég skil ekkert í þessum Jeff Tremaine að gera svona dónaskap..... ég gef henni hálfa stjörnu bara fyrir atriðin sem voru ekki með dónaskap!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jackass 2 er oft á tíðum hrikalega fyndin. Asnarnir úr Jackass snúa þar aftur og halda áfram með sín ótrúlegu áhættuatriði. Að mínu mati betri mynd en sú fyrri
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stór Snild, miklubetri en sú fyrri. Félagarnir í jackass eru nú með mynd sem sýnir það brjálaðast, ógeðslegasta og findnasta sem þeir hafa frammkvæmt. Ég var í hláturskasti liggur við allan tíman,svo var þessi frábæra stemming í salnum allir görsamlega í hláturskasti. þetta er sú besta grín mynd sem ég hef farið á í bíó og mæli görsamlega með því að þið kíkið á hana í bíó. Þið sem farið á hana eiga sko ekki! eftir að sjá eftir því..

.:[Andri Már J]:.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er sú fyndasta á árinu. Jackass 2 sló við fyrri myndini. Þessi mynd er bara algjör snild og þú nærð ekki andanum með þú ert að horfa á hana. Ég var þó við þeim sem eru viðkvæmir að ekki fara á hana því það koma nokkur atriði sem hefðu alls ekki þurft að koma. En svona eru þessir strákar alltaf að gera eitthvað nýtt. Jackass er frábær mynd sem ég mæli með. Allir sem sáu Jackass þurfa að sjá þessa mynd!Kv. Eiki
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn