Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Myndin the Sentinel er um starf leyniþjónustu bandaríkjanna. Kiefer Sutherland leikur yfirmann í leyniþjónustunni sem kemst á snoðir um plott um að myrða valdamestu manneskju veraldar sjálfan forseta Bandaríkjanna. Samstarfsmaður Kiefer, Pete Garrington (Michael Douglas) er grunaður um að vera aðilinn sem sveik upplýsingar innan úr sjálfri leyniþjónustunni og er hann leystur frá störfum og sætir rannsókn. Hann er ekki par sáttur með það og hleypur um allt með Kiefer og hina bráðfallegu Evu Longoriu á eftir sér. Pete er viss um að það var komið sök á sig og rannsakar málið sjálfur og kemst að sláandi niðurstöðu. Meira segi ég ekki um söguþráðinn til að skemma ekki fyrir.
Myndin eins og hún leggur sig er mjög góð, lýsingin er góð og allt sem fer fram sést vel og skilmerkilega. Leikaravalið er heldur ekki af verri endanum en myndin skartar 24 dverginum Kiefer Sutherland, Michael Douglas og fallegustu leikkonu Hollywood (að mínu mati) Evu Longoriu. Kiefer er mjög sannfærandi í hlutvekri sínu sem bráðgáfaði yfirmaðurinn í leyniþjónustunni og Michael Douglas er mjög góður í hlutverki mannsins sem maður veit aldrei hvort er sekur að saklaus meðan Eva Longoria eltir Kiefer alla myndina sem er í lagi mín vegna þar sem mörgum atriðum var bjargað með því einu að horfa á hana í jakkadressinu að hlaupa um allt og elta töffarann Kiefer. Myndatakan er ekki slæm en samt ekkert sem maður tekur eftir þar sem myndin skartar aðallega hasar og álíka skemmtun en ekki víðáttumiklu landslagi eins og margar myndir þar sem myndataka skiptir máli.
Niðurstaða: Spennumyndin The Sentinel er um dáldið þurrmjólkað efni (morð á forseta bandaríkjanna) en það sem bjargar henni er að allt þetta er sýnt frá sjónarhorni leyniþjónustunnar sem hefur það hlutvekr að vernda forsetann. Myndin er fín skemmtun en í mínum augum veðrur hún sjaldan meira en mynd sem maður verður ánægður með að fá í jólagjöf og gæti horft á á miðvikudagskvöldum þegar ekkert er í sjónvarpinu nema oprah og félagar. Myndin fær því rétt yfir helming eða 2 og hálfa stjörnu af 4 mögulegum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
20th Century Fox
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
4. ágúst 2006