Aðalleikarar
Rosalega fín og góð mynd þar sem maður byrjar að þykkja vænt um persónunar í myndinni. Einstaklega vel leikinn mynd og hugljúf enda fékk Al Pacino Óskarinn í henni. Ég fer ekki af því að Al Pacino er einn besti leikarinn í kvikmyndasögunni og fyrir alla Pacino aðdáðendur þá er þessi mynd skyldueign í safnið, en ég myndi segja að þessi mynd er bara fyrir alla. Top mynd
Ég bara skil þetta ekki! Af hverju eru svona fáir búnir að skrifa um þess og mynd og af hverju eru þeir sem eru búnir að skrifa um þessa mynd búnir að skrifa svona lítið. Ég skil heldur ekki af hverju þessi mynd er með svona lítið í einkunn miðan við hvað hún er góð, mér finnst að hún ætti minnsat kosti að vera á topplistanum eða rétt fyrir neðan hann. Svo finnst mér skrýtið hvað hún fékk fá Óskarsverðlaun, aðeins ein og það fyrir besta leik í aðalhlutverki og það fékk hann Al Pacino. Hún var líka bara tilnefnd til 4 Óskarsverðlauna þar á meðal besta mynd, besti leikari í aðalhlutverki, besta leikstjóra og besta handrit. Þessi mynd er svoldið löng 157 mínútur en alls ekki langdregin, uppáhalds atriðið mitt var þegar hann Frank Slades tók ræðuna í endanum á myndinni, snilldar atriði. Þessi mynd fjallar um ungling að nafni Charles Simms sem á fátæka foreldra í Oregon og hann gengur í Bairds skóla sem er í öðru fylki. Hann sækir um starf hjá fólki og starfið er að passa blindan mann alla helgina, hann fær 300 dollara fyrir það. Þessi blindi maður heitir Frank Slades og hann var hershöfðingi mörgum árum síðan. Fyrsta daginn fer Frank með hann Charles til New York þótt að hann má það ekki og þeir fá algjöran lúxus. Þeir fara á flott hótel og borða dýran mat og þannig, en eftir helgina í lúxus ætlar hann Frank að gera svoldið, ég ætla að ekki að segja hvað hann ætlar að gera eftir helgina þegar þeir eru búnir í öllum þessum lúxus svo í eyðileggi ekki fyrir þeim sem hafa ekki séð þessa mynd. Tangó dansinn var mjög flottur og í Ferarri atriðinu sést í myndatökumann á málninguni því að það speglast á málninguni. Aðalhlutverk eru: Al Pacino(Frank Slades)(The Godfather part 2, Chris O'Donnell(Charles Simms)(Kinsey) og James Rebhorn(Mr. Trask)(Independence Day). Ég gef þessari snilldar mynd fjórar stjörnur.
Þessi mynd er hrein snilld. Leikararnir frábærir, myndin almennt vel leikin og hugljúf. Hinsvegar eru nokkur frábær mistök við tökur sem gaman er af. t. d. er stúlkan stundum með eyrnalokka en ekki í öllum skotum þegar hún dansar við Pacino. Einnig hækkar og lækkar í glasinu hjá Pacino þegar O'Donnel mætir til hans í fyrsta skipti. Þetta gerir myndina enn mannlegri og skemmtilegri ekki satt. Tango-dansinn í henni er einn sá flottasti í kvikmyndasögunni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Bo Goldman, Giovanni Arpino, Ruggero Maccari, Dino Risi
Framleiðandi
Universal Pictures
Kostaði
$31.000.000
Tekjur
$134.095.253
Aldur USA:
R