Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Eins mikill aðdáandi að Spike Lee og undirritaður er, þá verð ég að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum með Inside man. Það sem gerir útslagið er sagan sjálf. Hún er svo hæg og er lítið að gerast út alla myndina. Og svo voru leikararnir ekki að sýna sitt besta, þó Clive Owen hafi verið ágætur í hlutverki ræningjans. Og plottið í endanum, verulega augljóst. Hún er ágæt skemmtun, en ef þið viljið sjá almenna mynd frá meistara Spike Lee, mæli ég með 25th Hour, Summer of Sam og Malcolm X. Get því miður ekki gefið þessari mynd betri meðmæli.
Solid afþreying með flottum leikarahópi
Inside Man er ljómandi fínn glæpaþriller sem hefur þann merkilega kost að ná að halda manni vakandi sem og áhugasömum út lengdina.
Myndin fer ekki beint nýjar leiðir, þ.e.a.s. ef litið er á grunninn sem söguþráðurinn byggir á, en handritið býr yfir ferskum undirtónum, enda bæði þétt og inniheldur passlegan skammt af fléttum, bæði fyrirsjáanlegum og óvæntum.
Leikaraúrvalið er heldur ekki amalegt. Clive Owen er þarna fjandi nettur, eins og ávallt. Christopher Plummer, Jodie Foster og Willem Dafoe eru jafnframt góð til útlits og skreyta myndina vel. Sá eini sem ég er ekki alveg að koma til með að hrósa er sjálfur Denzel Washington, en það er aðallega af sökum þess að hann hefur farið þennan veg of oft og gerir satt að segja ekki neitt nýtt eða af miklu viti. Leikararnir smella samt stórvel saman og bera myndina uppi í sameiningu.
Spike Lee tekst einnig að beita sínum brögðum svo að myndin sýnist ekki voða basic. Lee á samt til með að missa sig aðeins í stílfæringu, þá aðallega með öfgakenndri myndatöku - eitthvað sem hann hefur sjaldan gert áður. Stundum virkar þetta vel, en í öðrum tilfellum fór ég hálfpartinn að glotta yfir þessu. Takið sérstaklega eftir ákveðnu skoti þar sem Denzel "gengur" í átt að myndavélinni. Glatað!
Góð samtöl, skemmtilegir leikarar og spennandi söguþráður einkennir ræmuna. Inside Man er samt ekki að reyna að vera neitt annað en spennandi afþreying með heilann á réttum stað, og sem slík nær hún markmiði sínu.
7/10
Inside Man er ljómandi fínn glæpaþriller sem hefur þann merkilega kost að ná að halda manni vakandi sem og áhugasömum út lengdina.
Myndin fer ekki beint nýjar leiðir, þ.e.a.s. ef litið er á grunninn sem söguþráðurinn byggir á, en handritið býr yfir ferskum undirtónum, enda bæði þétt og inniheldur passlegan skammt af fléttum, bæði fyrirsjáanlegum og óvæntum.
Leikaraúrvalið er heldur ekki amalegt. Clive Owen er þarna fjandi nettur, eins og ávallt. Christopher Plummer, Jodie Foster og Willem Dafoe eru jafnframt góð til útlits og skreyta myndina vel. Sá eini sem ég er ekki alveg að koma til með að hrósa er sjálfur Denzel Washington, en það er aðallega af sökum þess að hann hefur farið þennan veg of oft og gerir satt að segja ekki neitt nýtt eða af miklu viti. Leikararnir smella samt stórvel saman og bera myndina uppi í sameiningu.
Spike Lee tekst einnig að beita sínum brögðum svo að myndin sýnist ekki voða basic. Lee á samt til með að missa sig aðeins í stílfæringu, þá aðallega með öfgakenndri myndatöku - eitthvað sem hann hefur sjaldan gert áður. Stundum virkar þetta vel, en í öðrum tilfellum fór ég hálfpartinn að glotta yfir þessu. Takið sérstaklega eftir ákveðnu skoti þar sem Denzel "gengur" í átt að myndavélinni. Glatað!
Góð samtöl, skemmtilegir leikarar og spennandi söguþráður einkennir ræmuna. Inside Man er samt ekki að reyna að vera neitt annað en spennandi afþreying með heilann á réttum stað, og sem slík nær hún markmiði sínu.
7/10
Mjög svona tricky mynd líkt og ocean´s elven en samt ekki jafn góð. Ég persónulega hef gaman af svona tricky myndum þar sem þetta snýst um meira heldur en að labba bara um og skjóta alla. Leikararnir eru nú ekkert til að monta sig af en samt ágætir. Handritið var flott en hefði getað komið út betur en er það ekki oftast þannig ?. Þetta er alveg ágætis mynd og get ég alveg mælt með henni.
Inside Man, mynd sem hegðar sér voða gáfulega með að snúa útum söguþráðinn á fimm mínútna fresti, aðeins ekkert kemur á óvart og voða lítið skiptir í raun máli. Flestir leikararnir sýna miðjukenndan leik, tónlistin er alveg ferlega yfirdrifin og illa staðsett inn í myndina, handritið var þó vel skrifað en útfærslan ekki alveg eins vel. Þrátt fyrir marga hluti sem pirruðu mig þá var Inside Man ágætis skemmtun, ég horfði á hana með opin augu og leiddist aldrei en því miður þá skapaði sagan engar væntingar eða spurningar við áhorfið. Denzel Washington hélt myndinni gangandi, Clive Owen fékk sín atriði en ekki nóg af þeim, Jodie Foster var þarna og gerði fátt annað. Aukaleikararnir voru mjög fínir, en miðað við alla þessa góðu dóma í Bandaríkjunum og meðal gagnrýnenda þá varð ég fyrir vonbrigðum. Skemmtileg mynd, en mér fannst hún alls ekki vera neitt meira en það, rétt sleppur með þrjár stjörnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.facebook.com/InsideManMovie/
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
28. apríl 2006